Menntaskólinn í
 Reykjavík
  Efna- og eđlisfrćđi - Nátt 123

Mól og mólmassi

Gullhleifur Röđun gullatóma í málmkristal

Auđvelt er ađ reikna hvađ ákveđinn fjöldi efniseinda af sömu gerđ vegur mörg grömm međ ţví ađ margfalda saman fjölda og massa eindanna. Í eftirfarandi forriti geturđu gert ţađ á fljótlegan hátt.
Skráđu inn í reitina heiti efnis, formúlumassa og fjölda efniseinda.
Prófađu eftirfarandi fyrir súrefnissameindir:
Heiti efnis: súrefni
Formúlumassi: 32
Fjöldi: 10
Prófađu svo vaxandi fjölda: 1000 (ţúsund), 1e6 (milljón), 1e9 (milljarđ), 1e12 (billjón), 1e18 (trilljón), 6.02e23 (sex hundruđ og tvö ţúsund trilljónir).

Heiti efnis ( í ţágufalli)
Formúlumassi u, atómmassaeining
Fjöldi efniseinda

Fjöldinn sex hundruđ og tvö ţúsund trilljónir eđa 6,02•1023 gefur sama gildi í grömmum eins og formúlumassinn er í u.
Ţessi fjöldi er nefndur mól. Eitt mól er fjöldi atóma í nákvćmlega 12 grömmum af kolefni-12.

1,00 mól = 6,02•1023

Líkan af vatnssameind
Vatnssameind
er 18 u.
Eitt mól af vatni

Í glasinu eru 18 mL eđa 18 g af vatni
sem er eitt mól vatnssameinda.Líkan af 10 vatnssameindum
10 vatnssameindir eru 180 u.

 

Líkan af súkrósasameind
Formúlumassi sykurs, C12H22O11, er 342 u
Sykur er 342 g/mól.
Mól af sykri

Í skálinni eru 342 grömm sykurs
sem er eitt mól sykursameinda.

Samband mólfjölda, massa og mólmassa

Mól af efni er magn sem auđvelt er ađ mćla.
Hversu mörg mól eru í ákveđnum massa efnis?
Hvađ eru mörg mól af vatnssameindum í 100 g af vatni?
Međ ţví ađ deila formúlumassa, M, í massa, m, fćst mólfjöldi efnis, n.
Mólfjöldi efnis er einnig nefndur efnismagn ţess.


100 g af vatni eru:


Mól

Marktćkir stafir: ?
Massi, m = g
Mólfjöldi, n = mól
Mólmassi, M = g/mól
Svar:

Dćmi

Hversu stór er talan mól í raun og veru?

Flatarmál Íslands er 103000 km2. Hversu djúpur snjór er eitt mól af snjókornum sem fellur jafnt á landiđ?
Reiknum međ ađ stćrđ snjókorns sé einn rúmmillimetri eđa 1•10-9 m3 ţar međ hefur mól af snjókornum rúmmáliđ 6•105 km3 eđa sexhundruđ ţúsund rúmkílómetra. Ef móli af snjókornum er dreift jafnt á landiđ verđur snjódýptin 5,8 km!
Talan mól er mjög stór vegna ţess ađ atómin eru svo afarlítil.


© Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is