Nemendaskipti
MENNTASKÓLANS ÍREYKJAVÍK & 
EXTERNAT DES ENFANTS NANTAIS

                 

 Nantes

 EDEN






























Fjórðu nemendaskipti Menntaskólans í Reykjavík og l'Externat des Enfants Nantais voru skólaárið 2004 - 2005.


Viðfangsefnið að þessu sinni var: „Matarvenjur á Íslandi og í Frakklandi“. Tilgangur verkefnisins var að gefa nemendum tækifæri til að bera saman matarvenjur heimalanda sinna Frakklands og Íslands, gera sér grein fyrir því sem er líkt og uppgötva það sem er ólíkt. Á vef þessum er að finna orðalista sem nemendur unnu með orðum er tengjast matarvenjum í Frakklandi og nokkrar spennandi mataruppskriftir ásamt myndum úr ferðinni til Frakklands.


Á meðan á dvöl frönsku nemendanna stóð á Íslandi var íslenskum fjölskyldum þeirra uppálagt að útbúa sem oftast hefðbundnar íslenskar máltíðir. Franskir og íslenskir nemendur eyddu tveimur morgnum saman í tölvuveri og unnu saman orðalista á ensku, frönsku og íslensku með orðaforða tengdum íslenskum hefðum í mat og drykk og einnig þýddu þeir nokkrar hefðbundnar uppskriftir. Á meðan á heimsókn frönsku nemendanna stóð héldu íslensku nemendurnir fyrir þá veislu með þjóðlegum íslenskum mat og drykk. Afrakstur vinnunnar á Íslandi verður gefinn út á geisladiski í Frakklandi.


Í Frakklandi dvöldu íslensku nemendurnir í góðu yfirlæti hjá frönskum fjölskyldum og uppgötvuðu þar margt sem er frábrugðið íslenskum matarhefðum. Frakkarnir buðu til mikillar matarveislu í skólanum og síðan hittust nemendur í tölvuveri tvisvar sinnum og unnu með orðaforða tengdum matarvenjum í Frakklandi og þá sérstaklega tengdum héruðunum Loire-Atlantique og Bretagne og þýddu franskar mataruppskriftir.


Íslensku nemendurnir sátu einnig fyrirlestur í skólanum um matarvenjur-og afurðir framleiddar í héruðunum Loire-Atlantique og Bretagne, skoðuðu héraðið og heimsóttu kexverksmiðju, saltnámur, safn um vínrækt og hallir.