Auðkenni áfanga í MR: MÁLABRAUT + NÁTTÚRUFRÆÐIBRAUTUm skráningu jóla- og vorprófa í námskerfi MR

Gömul próf eru skráð í námskerfi MR (MySchool) og þar verða jólapróf og vorpróf tveggja síðustu ára tiltæk nemendum og kennurum skólans.


Æskilegt er að prófin séu send sem viðhengi með tölvupósti og til að auðvelda skráningu þeirra í Námskerfi MR er mikilvægt að hverjum tölvupósti fylgi aðeins eitt viðhengi — eitt skeyti eitt viðhengi.


Próf sem eru í tveimur hlutum eins og td. í stærðfræði 6. bekkjar þarf helst að senda með aðskildum skeytum og taka fram hvor hlutinn sé á fyrri aða síðari.


Sérhvert próf verður skráð undir sama heiti og kemur fram í stundatöflu viðkomandi kennara í Innu (sjá mynd hér að neðan). Þetta heiti þarf að skrifa í textasvæði tölvupóstsins. Leiðbeiningar má sjá hér að neðan.


Heiti námsgreinar sést í stundatöflu hvers kennara eins og hún er sýnd í Innu. Í tilvikinu hér að ofan eru heitin SPÆN1ST08, SPÆN1SA08 (NÝTT) og SPÆ5N01 (gamalt).
Auðkenni áfanga í MR: MÁLABRAUT + NÁTTÚRUFRÆÐIBRAUT


>