Velkomin

Í bókhlöðunni Íþöku er að finna bókasafn Menntaskólans í Reykjavík. Líkt og skólinn sjálfur á það að baki langa sögu og óhætt er að segja að andi margra kynslóða stúdenta svífur yfir bókahillunum. Ekki er það amalegt því ófáir þjóðkunnir Íslendingar hafa gengið hér um gólf og er aldrei að vita nema eitthvað af vísdómi þeirra síist inn í núverandi nemendur.
Þó að safnið sé smátt í sniðum stenst það samanburð við hvert annað framhaldsskólasafn á landinu enda býr það vel að nýjum sem og gömlum ritum. Vonumst við til að þessi vefsíða geti veitt notendum ágætis sýn inn í það sem við höfum upp á að bjóða. Njótið vel.

Safnið er opið frá kl. 8:00 til 16:00 alla virka daga.

Lestrarsalurinn er opinn frá kl. 7:15 til 18:00 alla virka daga

Bókhlaðan Íþaka