Heimildaskráning

Eftirtaldar upplýsingar þurfa að koma fram við gerð heimildaskrár. Höfundum er raðað í stafrófsröð, Íslendingum eftir skírnarnafni en útlendingum eftir ættarnafni. Ef höfundar að erlendum bókum eru tveir eða fleiri er aðeins sá fyrsti skráður undir ættarnafni, hinir eru skráðir með skírnarnafni á undan. Ef höfundur er óþekktur skal skrá ritið undir heiti sínu þar sem það á heima í stafrófsröð. Um aðrar reglur við uppsetningu heimildaskrár vísast til Handbókar um ritun og frágang eftir Ingibjörgu Axelsdóttur og Þórunni Blöndal.

1. Nafn höfundar og /eða ritstjóra greinasafns
2. Útgáfuár
3. Bókarheiti/ greinarheiti og tímaritaheiti
4. Hvar í ritröð/tölublað tímarits og árgang
5. Útgáfufyrirtæki
6. Útgáfustaður
7. Blaðsíðutal sem sýnir hvaða blaðsíður í tímaritshefti eða safnriti heimildir eru teknar
8. Nafn þýðanda.


Hér á eftir fara dæmi um skráningu heimilda:

Bækur, greinar, netið,annað, tilvísanir

Bækur og einstök rit

Eftir einn íslenskan höfund.

Vigdís Grímsdóttir. 1987. Kaldaljós. Svart á hvítu, Reykjavík.

Eftir einn erlendan höfund

Bowness, Alan. 1985. Modern European Art. Thames and Hudson, London.


Ef höfundar eru fleiri en einn, er nöfnum þeirra raðað eins og þeir koma fyrir á bókarkápu

Eftir tvo íslenska höfunda

Ingibjörg Axelsdóttir og Þórunn Blöndal. 1998. Handbók um ritun og frágang. 5. útgáfa. Iðunn, Reykjavík.

Eftir tvo erlenda höfunda

Raven, Peter H. og George B. Johnson. 1995. Understanding Biology. 3. útgáfa. Wm. C. Brown Publishers, Boston.

Eftir þrjá eða fleiri íslenska höfunda

Einar Már Jónsson o.fl.. 1981. Mannkynssaga. Tuttugasta öldin. Fyrra bindi (1914-1945). Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík.

Bók eftir þrjá eða fleiri erlenda höfunda

Purve, William K. o.fl.. 1998. Life: the Science of Biology. 5. útgáfa. W. H. Freeman and Company, Salt Lake City.

Höfundar ekki getið

Brennu-Njáls saga: með formála, skýringum og eftirmála um Íslendinga sögur. 1991. Örnólfur Thorsson hafði umsjón með þessari útgáfu. Mál og menning, Reykjavík.

Ritstýrðar bækur

Íslensk orðabók. 2. útgáfa, aukin og bætt. 1996. Ritstjóri Árni Böðvarsson. Mál og menning, Reykjavík.

Þýðing

Allende, Isabel. 1995. Paula. Berglind Gunnarsdóttir íslenskaði. Mál og menning, Reykjavík.

Ritsöfn og sýnisbækur

Benedikt Gröndal. 1951. „Sagan af Heljarslóðarorrustu.“ Ritsafn. Annað bindi, bls. 7-68. Ísafoldarprentsmiðja h.f., Reykjavík.

Upplýsingar vantar

Ársæll Sigurðsson. [án árs]. Móðurmál. 1. hefti. Ríkisútgáfa námsbóka, Reykjavík.Gísla saga    Súrssonar. 1971. Skúli Benediktsson sá um útgáfuna. Skuggsjá, [án útgáfustaðar].

Þorbjörn Broddason. 1987. Um fjölmiðla: greinasafn. [án forlags], Reykjavík.

Greinar

Greinasafn eftir einn höfund

Halldór Laxness. 1972. Af skáldum. Hannes Pétursson valdi efnið. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.

Grein úr greinasafni eftir marga höfunda

Sigurður Þórarinsson. 1974. „Sambúð lands og lýðs í ellefu aldir“ Saga Íslands I, bls. 27-97. Ritstjóri Sigurður Líndal. Hið íslenska bókmenntafélag – Sögufélagið, Reykjavík.

Greinar úr alfræðibók

1. Greinar merktar höfundi:
Hamilton, Clarence Herbet. 1964. „Buddhism.“ Encyclopædia Britannica 4:354-362. William Benton, London.

2. Höfundar ekki getið:
Íslenska alfræðiorðabókin A-G. 1990. „Búddatrú“, bls. 224-225. Ritstjóri Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Örn og Örlygur, Reykjavík.

Grein úr tímariti

Guðni Tómasson. 1999. „Sakamannalýsingar á Alþingi“. Sagnir: tímarit um söguleg efni, 20. árg.: 38-43.

Grein úr dagblaði

Baldur Jónsson. 1977. „Staða íslenskrar tungu.“ Morgunblaðið, 22. nóvember.

Ritdómur

Kristján Árnason. 1980. „Ritdómur um Drög að hljóðkerfisfræði eftir Magnús Pétursson.“ Íslenskt mál 2:229-239.

Netið

Heimildir af netinu

Lewis, Michael R. 1994, 3. október. „RE: Passenger list. How did you do it?“ Stumpers list. Slóðin er: stumpers-list@crf.cuis.edu

Ringström, Vidar. 1994, 25. október. „Electronic Journals: an introduction given at the 4th Nordic USSN/Union Catalogue meeting, Helsinki, September 8-9th, 1994.“ Slóðin er: ftp://rosa.nbr.no/pub/edok/e-tids.doc

Alþingi. 1988, 10. desember. Slóðin er: http://www.althingi.is

„Rottur dreymir“. 2001, 26. janúar. Morgunblaðið á netinu. Slóðin er: http://www.mbl.is

Annað

Útvarp/sjónvarp/myndband/hljóðrit

Jón Ólafsson. 1986. Léttir sprettir. Ríkisútvarpið, Rás 2. 14. júní.

Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. 1997. Nærmynd – Vigdís Grímsdóttir rithöfundur. Ríkisútvarpið – Sjónvarp. 14. september.

Perlman, Itzak. 1985. Itzak Perlman: In My Case Music. Framleiðandi og stjórnandi Tony DeNonno. 10 mín. DeNonno Pix. Myndband.

Chopin, Fryderyk. 1990. Piano Sonatas. Einleikari Idil Biret. Naxos, München. Geisladiskur

Efni af margmiðlunardiski

Mayo Clinic Family Health Book. 1992. „Allergy“ Interactive edition. Aðalritstjóri David E. Larson. Interactive ventures, Mayo Clinic-Mac, Foundation for Medical Education and Research.

Skýrsla

Aðalnámsskrá grunnskóla. Móðurmál. 1989. Menntamálaráðuneytið, Reykjavík.

Bæklingur

1. Höfundar getið:
Lárus Helgason. 1996. Kvíði: leiðbeiningar fyrir sjúklinga og aðstandendur. Delta, Hafnarfirði.

2. Höfundar ekki getið:
Örorkulífeyrir. 1994. Tryggingastofnun ríkisins, Reykjavík

Lög og reglugerðir

Lög um háskóla nr. 137/1997

Reglugerð um ábyrgðargjald atvinnurekanda nr. 575/1995

Heimildir frá fyrstu hendi

Einar Sigurðsson. 2000. Tölvupóstur til höfundar 5.október

Smith, John. 2001. Viðtal höfundar við John Smith 21.janúar


Tilvísanir í heimildaskrá

Þegar beinar eða óbeinar tilvitnanir eru notaðar verður alltaf að geta heimildar. Taka skal fram nafn höfundar, ártal og blaðsíðu. Tilvísun er annað hvort í sviga á eftir tilvitnun (Ásta Svavarsdóttir 1986:15) eða í neðanmálsgrein neðst á blaðsíðu.

1. Ásta Svavarsdóttir, 1986:15