Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðli ÍST 85:2012. Með vottuninni hefur skólinn fengið staðfestingu á því að ákvarðanir í launamálum séu málefnalegar og feli ekki í sér kynbundna mismunun. 

 

Eftirfarandi tilkynning var send til stúdentsefna 4. maí

Kæru stúdentsefni og aðstandendur,

Brautskráning stúdenta Menntaskólans í Reykjavík fer fram föstudaginn 29. maí 2020 eins og kemur fram í skóladagatali.

Endanleg útfærsla á deginum liggur ekki fyrir en verður send til ykkar þegar nær dregur.

Við munum leggja mikið á okkur til að gera þennan dag eins hátíðlegan og vel heppnaðan og mögulegt er.

Kær kveðja,

 

Elísabet Siemsen, rektor

 

Kæru kennarar, starfsfólk og nemendur.

Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars og þakka fyrir óvenjulegan vetur sem hefur reynt mikið á okkur.

Sumarkveðja

Elísabet Siemsen, rektor

 

Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við Heimili og skóla og fleiri aðila standa fyrir foreldrafræðslu undir heitinu Heimilin og háskólinn. Í dag, þriðjudag 14. apríl kl. 15.00, er fjarkynning ætluð foreldrum framhaldsskólanema. Hún ber heitið:

Að hvetja framhaldsskólanemann af stað eftir páskafrí: Áskoranir og leiðir fyrir foreldra!

Guðrún Ragnarsdóttir lektor og Súsanna Margrét Gestsdóttir aðjunkt hafa báðar áratuga reynslu af starfi í framhaldsskólum. Þær ætla að leiða okkur í allan sannleikann um hvernig við hvetjum ungmenni í framhaldsskólum áfram eftir páskafrí - á tímum COVID-19.

 

Hlekkurinn á ZOOM-rýmið er https://eu01web.zoom.us/my/laera

Foreldrar geta sent inn spurningar jafn óðum til þeirra sem fræða í hvert skipti. Allir nettengdir foreldrar geta fylgst með en hlaða þarf niður ZOOM forritinu áður. Leiðbeiningar fyrir uppsetningu á Zoom: https://kennslumidstod.hi.is/fraedsluefni/fjarfundir-og-netspjall/zoom/

Við óskum ykkur öllum gleðilegra páska og vonum að þið hafið það gott í páskafríinu. 

Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 15. apríl.