Menntaskólinn í Reykjavík

Steinar Þór Smári í 5.X hefur verið valinn til þátttöku í Netöryggiskeppni íslenskra ungmenna. Keppnin fer fram á UTmessunni í Hörpu 7. og 8. febrúar. Við óskum honum góðs gengis í keppninni. 

 

 

Ýmislegt skemmtilegt hefur verið í gangi hjá nemendum, t.d. sokkaball og söngkeppni. Við minnum á að hægt er að finna myndir úr skólastarfinu á Facebook og Instagram síðu skólans, hlekki á síðurnar má finna hér fyrir Facebook og Instagram. 

Líffræðikeppni framhaldsskólanna fór fram 15. janúar og tóku 160 nemendur úr 11 skólum þátt í keppninni. Árangur nemenda skólans var afar glæsilegur. Af efstu 25 keppendum eru 20 úr MR.  Við óskum nemendum til hamingju með mjög góðan árangur.

 

Úrslit:

1. Örn Steinar Sigurbjörnsson, 6.S

5. Jakob Þórir Hansen, 6.R

6.-7. Katla Rut Róbertsdóttir Kluvers, 6.S

6.-7. Viktor Logi Þórisson, 5.T

8.-11. Andri Már Tómasson, 6.S

8.-11. Arnar Ágúst Kristjánsson, 6.Y

8.-11. Tómas Helgi Harðarson, 6.M

12.-13. Kári Hlynsson,  5.M

12.-13. Saga Ingadóttir, 5.S

14.-17. Guðrún Erna Einarsdóttir, 5.M

14.-17. Guðrún Rós Guðmundsdóttir, 6.U

14.-17. Hallgrímur Haraldsson, 4.D

18.-25. Ásdís Karen Árnadóttir, 5.M

18.-25. Dagur Björn Benediktsson, 5.M

18.-25. Fehima Líf Purisevic, 6.S

18.-25. Guðrún Soffía Hauksdóttir, 6.S

18.-25. Isabella Maria Eriksdóttir, 6.R

18.-25. Íris Arnarsdóttir, 6.T

18.-25. Kjartan Þorri Kristjánsson, 6.S

18.-25. Ragnhildur Sara Bergsdóttir, 4.D

Gettu betur lið skólans komst áfram í 3. umferð keppninnar í gærkvöldi. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn. 

Nemendum í 6.bekk máladeildar var boðið í heimsókn í utanríkisráðuneytið.

Á móti okkur tóku María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri, Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi og Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri. Þess má geta að þau eru öll útskrifuð úr máladeild MR.

Nemendur fengu kynningu á starfsemi ráðuneytissins, bæði innanlands og um allan heim.

Nemendur og kennarar máladeildar voru sammála um að heimsóknin hefði verið fræðandi, skemmtileg og gagnleg.

Við þökkum utanríkisráðuneytinu fyrir frábærar móttökur.

Stöðupróf í pólsku, dönsku og ensku verða haldin í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti föstudaginn 7. febrúar 2020.

Prófin byrja klukkan 14 í stofu 255 (á annarri hæð í nýbyggingu).

Skráning fer fram á:

https:/https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx?id=27I0Ww2W-UOdn2HvwA_JqwmOhNCa2TlMl8EEdFet47FUMlZROVBBN1FUT0IwTzU5WERTODhNQkhaUC4u

Greiða þarf 15.000 kr próftökugjald fyrir mánudaginn 3. febrúar.

Kennitala skólans er: 590182-1099, banki 0537-26-50161.

Vinsamlegast setjið kennitölu nemanda í skýringu og sendið kvittun fyrir greiðslu á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Mest geta nemendur fengið 20 feiningar metnar í 3. máli og tvo áfanga á 2. þrepi í ensku og dönsku.

Nemendur utan FB eru velkomnir.

Með kveðju,
Brynja Stefánsdóttir,
Sviðsstjóri bóknáms í FB


Hannes Björn Friðsteinsson, umsjónarmaður fasteigna lét af störfum við skólann um áramótin eftir 31 árs starf.   

Skólinn þakkar honum ómetanlegt starf og óskar honum velfarnaðar um ókomin ár.

 

 

Jólaleyfi í Menntaskólanum í Reykjavík stendur yfir frá 21. desember til 6. janúar. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi mánudaginn 6. janúar. Kennt verður samkvæmt stundaskrá.

Við óskum nemendum, starfsfólki og forráðamönnum nemenda gleðilegra jóla.

 rektor