Menntaskólinn í Reykjavík

Í Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna keppa þriggja til fjögurra manna lið í að stýra fyrirtæki í ákveðinn tíma með sem bestum árangri. Mikilvægur hluti af starfi stjórnenda er að taka ákvarðanir, bæði um atriði í starfsemi frá degi til dags og stærri ákvarðanir sem hafa áhrif á starfsemina, og samfélagið allt, til frambúðar.

Keppnin er haldin á vegum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og er markmiðið að vekja áhuga ungs fólks á góðri og ábyrgri stjórnun. Keppnin er byggð á Edumundo-herminum sem er vel þekktur og var keppnin í ár fólgin í því að stýra fyrirtæki yfir nokkurra ára tímabil sem var í útflutningi á reiðhjólum og verkefnið var að koma þeim inn á fleiri markaði.

1. sæti

Í fyrsta sæti var blandað lið Menntaskólans við Hamrahlíð, Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund, en liðið hlaut peningaverðlaun frá Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands. Liðið var skipað þeim Björgvini Viðari Þórðarssyni úr MR, Hauki Methúsalem Óskarssyni úr MH, Magnúsi Baldvini Friðrikssyni úr MS, og Oddi Stefánssyni úr MR.

Í ljósi þess að skólahald verður með breyttu sniði næstu vikurnar hvetjum við nemendur til að fylgjast vel með tölvupóstinum sínum og vera virk á námsnetinu og Innu. Kennarar munu vera í sambandi við sína nemendur til að kynna fyrir þeim fyrirkomulag fjarkennslu í sínu fagi. 

Nánari upplýsingar verða settar á heimasíðuna þegar þær liggja fyrir. 

Rektor MR hefur, að höfðu samráði við Öryggisráð MR,  samþykkt að fresta grunnskólakepnninni í stærðfræði, sem átti að fara fram þriðjudaginn 17. mars, um óákveðinn tíma

Úrslit í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema 2020

Úrslitakeppni í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fór fram laugardaginn 7. mars. Keppendur voru 36. MR-ingar stóðu sig afar vel í keppninni. Í 17 efstu sætunum eru 10 úr MR:

1.  Andri Snær Axelsson 6.X

2.  Arnar Ágúst Kristjánsson 6.Y

3.  Bjarki Baldursson Harksen 6.X

4.  Karl Andersson Claesson 6.X

6.-7. Jón Valur Björnsson 5.X

6.-7. Kári Rögnvaldsson 6.Y

10. Kristján Leó Guðmundsson 6.Z

11.-15. Magnús Gunnar Gunnlaugsson 6.X

16. Viktor Már Guðmundsson 4.F

17. Elvar Pierre Kjartansson 6.X

 

Til hamingju með frábæran árangur!

Gettu betur lið skólans keppir til úrslita föstudaginn 13. mars. Þau Ármann, Birta og Víkingur stóðu sig frábærlega í kvöld, við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn. 

Fornmáladeild (5A og 6A) heimsótti í gær Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á Laugavegi 13. Þar fékk hópurinn kynningu á starfsemi alþjóðasviðs, málræktarsviðs, nafnfræðisviðs og orðfræðisviðs stofnunarinnar og gafst tækifæri til að skoða nokkur af gagnasöfnum stofnunarinnar, svo sem ritmálssafn Orðabókar Háskólans og örnefnasafn. Þetta er fyrri af tveimur heimsóknum á stofnunina. Fram undan er heimsókn á starfsstöð stofnunarinnar í Árnagarði í Háskóla Íslands þar sem handritasvið og þjóðfræðasvið eru til húsa.

Meðfylgjandi er mynd úr heimsókninni. Frá vinstri eru Ásta Svavarsdóttir af orðfræðisviði, Emily Lethbridge af nafnfræðisviði, Jóhannes B. Sigtryggsson af málræktarsviði og Branislav Bédi af alþjóðasviði sem tóku á móti hópnum.

 

Engin kennsla verður í skólanum föstudaginn 28. febrúar og mánudaginn 2. mars vegna vorhlés.

Félag enskukennara á Íslandi heldur árlega smásögukeppni. Hver framhaldsskóli á landinu má senda inn þrjár smásögur og eru veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin.  Verðlaunaafhending fór fram á Bessastöðum í gær og afhenti forsetafrúin Eliza Reid verðlaunin. Menntaskólinn í Reykjavík átti sigurvegara í fyrstu tveimur sætunum. Báðir sigurvegarar eru nemendur á málabraut, þær Gabriella Sif Bjarnadóttir í 4. A í 2. sæti og Íris Erna Eysteinsdóttir i 5.B í 1. sæti.  Frábærir fulltrúar MR og óskum við þeim innilega til hamingju.

Hér er hægt að lesa sögurnar:

Crimson and Ivory

Joy