mr.is
MR sigrar í Gettu betur í 17. sinn
Föstudagur, 30. mars 2012 23:31

keppnislið MRSigurlið MR eftir keppnina í kvöld. Frá vinstri: Stefán Kristinsson, Jón Áskell Þorbjarnarson
og Ólafur Kjaran Árnason. Mynd: Stefán Snær Stefánsson(mynd tekin af RÚV).

 

Lið Menntaskólans í Reykjavík sigraði í spurningakeppninni Gettu betur með því að sigra lið Kvennaskólans í Reykjavík í úrslitum föstudaginn 30. mars í afar tvísýnni og æsispennandi úrslitaviðureign en lokatölur urðu 23:22. Þarna kepptu tvö frábær lið sem voru skólum sínum til mikils sóma. Við óskum Jóni Áskatli Þorbjarnarsyni, Ólafi Kjaran Árnasyni og Stefáni Kristinssyni innilega til hamingju með frábæra frammistöðu í keppninni. Gettu betur liði skólans, liðsstjórunum Grétari Guðmundi Sæmundssyni og Þorsteini Gunnari Jónssyni og þeim sem stóðu að þjálfun liðsins í vetur eru færðar hamingjuóskir og þakkir fyrir þá miklu vinnu sem þeir hafa lagt á sig til að ná þessum frábæra árangri.  Þetta er 17. sigur Menntaskólans í Reykjavík í 26 ára sögu keppninnar.