mr.is
Heimsókn í Menntaskólann í Reykjavík 2018
Þriðjudagur, 09. janúar 2018 14:41

Til nemenda og forráðamanna nemenda grunnskóla er hafa áhuga á að koma í heimsókn í MR á vormisseri 2018.

Boðið er í heimsókn í MR á miðvikudögum kl.15 eftirfarandi daga: 31. janúar, 7. febrúar, 14. febrúar, 28 febrúar og 7. mars.

Náms- og starfsráðgjafi skólans kynnir nám og nemendur kynna félagslíf skólans. Einnig verður farið í gönguferð um húsnæðið. Heimsóknin tekur um það bil 60 mínútur. Hægt er að taka á móti um það bil 60 manns í hvert skipti þannig að nauðsynlegt er að bóka heimsókn.Hafið samband við skrifstofu skólans í síma 5451900 

Við minnum einnig á opið hús í MR laugardaginn 10. mars kl. 14-16.

Síðast uppfært: Mánudagur, 15. janúar 2018 13:30