mr.is
IMG_6598.JPG
Fréttir og tilkynningar
Stúdentafagnaður Nemendasambands MR 2018
Fimmtudagur, 24. maí 2018 14:19

Stúdentafagnaðurinn verður haldinn laugardaginn 2. júní n.k. í Gullhömrum. Húsið verður opnað kl. 19 og borðhald hefst kl. 20.

  • Tónlist flutt af nýstúdent á undan borðhaldi
  • Veislustjóri: Helga Sverrisdóttir
  • Fulltrúar 25 ára og 50 ára stúdenta flytja ávörp
  • Fjöldasöngur. Söngstjórar úr hópi 25 ára stúdenta
  • Dans

Matseðill:

Forréttur: Rjómalöguð sælkera grænmetissúpa með nýbökuðu brauði
Aðalréttur: Lambahryggvöðvi með kartöfluköku, steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu

Eftirréttur: Súkkulaðifrauð með ferskum berjum og vanillurjóma

Kaffi

Séróskir v/fæðuofnæmis eða grænmetisrétta skal senda á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Miðaverð
Miðinn á stúdentafagnaðinn kostar kr. 9.500 fyrir nýstúdenta og kr. 11.500 fyrir júbilanta.

Miðasala fer fram á netinu til 30. maí.Við miðakaup er nauðsynlegt að haka við réttan júbilantahóp (25 ára stúdent, 50 ára stúdent o.s.frv.) m.a. vegna niðurröðunar hópanna í salinn.

Miðasala 
Júbilanta Nýstúdenta

 

Reykjavík í maí 2018

Með góðri kveðju
Stjórn Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík

„Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur”

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 30. maí 2018 14:07
 
Sjúkrapróf vor 2018
Föstudagur, 18. maí 2018 17:00

Finna má tímasetningar sjúkraprófa í valmyndinni til hægri >>>>

Síðast uppfært: Föstudagur, 18. maí 2018 17:01
 
Aðalfundur Hollvinafélags MR
Föstudagur, 11. maí 2018 22:23

Aðalfundur Hollvinafélags MR verður haldinn föstudaginn 25. maí klukkan 16:00 á Sal Menntaskólans í Reykjavík. Sjá nánar á heimasíðu Hollvinafélags MR hér.

Dagskrá fundarins.


Síðast uppfært: Laugardagur, 12. maí 2018 01:56
 
Erasmus+ námsferð til Grikklands
Mánudagur, 30. apríl 2018 20:29

erasmusgrikkland2

Á dögunum fóru fjórir nemendur 4.H ásamt tveimur kennurum til Grikklands. Nemendur dvöldu hjá fjölskyldum nemenda samstarfsskóla okkar í Píreus, hafnarborg Aþenu. Dagskrá námsferðarinnar var hlaðin áhugaverðu efni sem tengist mörgum námsgreinum sem nemendur hafa verið að læra í skólanum í vetur, t.d. í mannkynssögu, jarðfræði, líffræði, stærðfræði og tungumálum. Vettvangsnám fór m.a. fram á Akrópólishæðinni og Agoratorginu í Aþenu, í Lavríon og Thorikos þar sem nemendur brugðu sér í hlutverk þræla til forna sem hjuggu til málmgrýti og hreinsuðu úr því verðmæta málma. Við skoðuðum Póseidonhofið á Súníonhöfða og fengum þar leiðsögn við að búa til leirluktir eins og þær sem áður voru notaðar í málmnámunum. Þá var tekið á móti hópnum á búgarði þar sem stunduð er sjálfbær og náttúruleg ræktun og hópurinn fékk að spreyta sig á ýmsum sveitastörfum. Á meðfylgjandi myndum eru svipmyndir úr ferðinni. Á einni myndinni heldur Fanney að skjaldböku sem við gengum fram á nálægt Chaos. Um er að ræða einlenda tegund, Testudo marginata, sem er ekki alls ekki hversdagslegur fundur.

erasmusgrikkland5

Ferðin var liður í Erasmus+ verkefninu ROOTS, Routes to Outdoor Oriented Teaching and Sustainability. Auk MR taka þátt í verkefninu skólar í Svíþjóð, Spáni, Slóveníu og Grikklandi. Markmið verkefnisins er að sameina útivist og vettvangsnám í samræmi við markmið heilsueflandi skóla. Gaman er að segja frá því að verkefnið fékk nýlega vottun sem liður í dagskrá Menningararfsárs Evrópu 2018, en ferðin til Grikklands á góða skírskotun til einkunnarorða dagskrárinnar, Menningararfurinn, forn og nýr.

erasmusgrikkland3

Fleiri myndir og upplýsingar um ROOTS er að finna á heimasíðu verkefnisins: http://erasmus.roots.hersby.net/ og facebook síðunni: Erasmus+ KA2 2017-2020 ROOTS

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Janúar 2019 Next month
    S M Þ M F F L
week 1         1 2 3 4 5
week 2 6 7 8 9 10 11 12
week 3 13 14 15 16 17 18 19
week 4 20 21 22 23 24 25 26
week 5 27 28 29 30 31