Menntaskólinn í Reykjavík

Umsóknir

Afreksíþróttir – metnar til eininga

Nemendum Menntaskólans í Reykjavík, sem eru afreksmenn í íþróttum, gefst kostur á að sækja um að afrek þeirra séu metin til eininga.

 

Það sem miðað er við þegar afrek eru skilgreind er að viðkomandi:

1.     Eigi sæti í A-landsliði. Getur verið metið til allt að 10 f-eininga.

2.     Eigi sæti í Unglingalandslið eða forvali að A-landsliði. Getur verið metið til allt að 5 f-eininga.

Hægt er að sækja um einu sinni á skólagöngunni. Hafi viðkomandi nemandi náð því að hækka sig um sæti frá U-landsliði eða forvali að A-landsliði upp í sæti í A-landsliði getur hann sótt um aðrar 5 f-einingar sbr. ofanskráð. Skilyrði fyrir samþykkt umsóknar er að nemandi stundi íþróttir í hefðbundnum tímum í skólanum. Hinsvegar getur nemandinn mögulega sleppt valgrein/um á lokaári eða útskrifast með fleiri einingar ef engar valgreinar eru á hans braut

Hægt er að fylla út umsóknareyðublað rafrænt Þar eru einnig upplýsingar um fylgiskjöl sem þurfa að fylgja frá þjálfara/félagi sem og sérsambandi til að hægt sé að staðfesta umsókn. Þeim fylgiskjölum þarf að skila til konrektors og fagstjóra íþrótta (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) annaðhvort gegnum tölvupóst eða útprentuðum.

 

                                                                                                           Íþróttakennarar