Menntaskólinn í Reykjavík

Hjúkrunarfræðingur

Skólahjúkrunarfræðingur

Í skólanum starfar hjúkrunarfræðingur, Arna Garðarsdóttir.

Viðtalstímar hjúkrunarfræðings eru mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9-15 og föstudaga kl. 13-15.

Ekki þarf að panta tíma en það er velkomið að senda fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .eða hafa samband í síma 5451919. Viðtalsherbergi hjúkrunarfræðings er á þriðju hæð í Skólahúsinu.

Skólahjúkrunarfræðingur veitir ráðgjöf og svarar spurningum um ýmis heilsufarsleg vandamál varðandi:

Meiðsli og sjúkdóma

Áfengis- og eiturlyfjaneyslu

Reykingar

Kynlíf, getnaðarvarnir, kynsjúkdóma

Þungun

Tilfinningaleg og geðræn vandamál

Verki eða vanlíðan

Mataræði og líkamsþyngd

Hjúkrunarfræðingur er bundinn þagnarskyldu.

Nemendur geta komið við eða sent fyrirspurnir með rafpósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Fyrirspurnir mega vera nafnlausar.
Forráðamönnum nemenda er einnig velkomið að hafa samband með rafpósti eða í síma 545-1919.

Auk viðtalstíma fyrir nemendur mun skólahjúkrunarfræðingur

  • vera með fræðslu í skólanum sem tengist heilbrigðismálum
  • vera í samstarfi við forvarnarfulltrúa skólans við vinnu að forvörnum
  • vera innanhandar með ráðgjöf til kennara og starfsfólks
  • sjá um eftirfylgni nemenda sem eiga við veikindi eða önnur vandamál að stríða
  • finna meðferðarúrræði fyrir nemendur sem á því þurfa að halda.

 

Arna Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , sími 545-1919