Menntaskólinn í Reykjavík

Sérúrræði

Sérúrræði

Það er eðlilegt að fást við vandamál, áhyggjur og erfiðleika. Það er sjálfsagt  að leita sér upplýsinga, stuðnings og aðstoðar. Það er mikilvægur liður í þroska hvers manns að takast á við erfiðleika.

Vandi í námi er t.d. einbeitingarvandi, að skilja ekki námsefnið, að þurfa að endurtaka bekk.

Sértækir námsörðugleikar eru t.d. lesblinda, ritblinda, prófkvíði.

Persónuleg vandamál eru t.d. kvíði, viðvarandi vanlíðan, óbærilegt leyndarmál.

Breytingar á högum eru t.d. þungun, veikindi, skilnaður foreldra.

Samskiptavandi er t.d. rifrildi, ósætti heima, vinaleysi, einangrun.

Nemendur með sérþarfir

Nemendur með sértæka námserfiðleika, veikindi, eða aðra fötlun fá aðstoð hjá náms- og starfsráðgjöfum skólans sem og þeir nemendur sem finna fyrir kvíða, depurð eða eiga við félagslega erfiðleika að stríða eða annað.  Sérfræðiaðstoð er fundin ef þurfa þykir  í samráði við nemendur og fjölskyldu þeirra og ráðgjafar fylgja málinu eftir.  Nemendur skólans fá sérstakan stuðning til að þjálfa sig til sjálfsábyrgðar.

Sértækir námsörðugleikar

Lesblindir/Leshömlun/Stærðfræðiblinda

Flestir nemendur MR sem eru með greiningu um lesblindu hafa fengið hana eftir skimun í 9. bekk grunnskóla.  Hins vegar eru ávallt nokkrir sem eru það ekki og með auknu álagi og kröfum fer að halla undan fæti.  Til að ná utan um þessa nemendur sem fyrst leggja íslenskukennarar skimunarpróf fyrir nýnema til að kanna kunnáttu þeirra í íslensku og hvort þeir séu hugsanlega lesblindir.  Þegar vísbendingar koma fram um lesblindu hjá nemanda er honum bent á að leita til náms- og starfsráðgjafa sem í samráði við foreldra aðstoðar þá við að finna greiningaraðila.

Nemendur sem eru greindir með lesblindu eða aðra námsörðugleika geta lagt inn afrit af greiningu til náms- og starfsráðgjafa og sótt um lengri próftíma í jóla- og vorprófum.  Lengdan próftíma þarf að sækja um á hverju ári og einnig að staðfesta þá umsókn á hverju misseri.  Lengri próftími er í 30 mínútur og þeir sem óska geta fengið stækkuð próf og/eða próf prentuð á litaðan pappír (sjá reglur um lengdan próftíma hér). Nýnemar með sértæka námsörðugleika eiga einnig kost á því að sækja stuðningsnámskeið á íslensku á vegum skólans á haust- og vormisseri þeim að kostnaðarlausu.

Margir nemendur eiga við erfiðleika í stærðfræði.  Hægt er að fá greiningu á stærðfræðiblindu hjá sérfræðingumog liggja upplýsingar um þá hjá náms- og starfsráðgjöfum.  Nemendur með greiningu á stærðfræðiblindu fá lengri próftíma. Þá er öllum nýnemum sem eiga í erfiðleikum með stærðfræði boðið upp á stuðningsnámskeið við skólann þeim að kostnaðarlausu.

Nemendur með sértæka námserfiðleika þurfa að sækja um lengri próftíma og skila umsókn á fyrstu fjórum vikum haustmisseris.  Umsókn um lengri próftíma hér.

Hér koma upplýsingar um lesblindu (dyslexia), stærðfræðiblindu (discalculia)  og efiðleikar með skipulag og fl. (dispraxiu), með góðfúslegu leyfi frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla.

 

Prófkvíði

Margir nemendur eiga við mikinn prófkíða að stríða.  Til að átta sig betur á prófkvíða er gott að skoða hvað er prófkvíði. Mikilvægt er að koma til náms- og starfsráðgjafa  þegar grunur er  að um  hamlandi prófkvíða sé að ræða.

1. Hvað er prófkvíði

 • HUGSUN  um vanmátt sinn
 • HUGSUN  að valda öðrum vonbrigðum
 • HUGSUN  um afleiðingar
 • OFMAT  á aðsæðum
 • ÁSTAND sem skapar streitu

2. Einkenni prófkvíða

 • Nemandi túlkar smávægileg mistök sem eigin heimsku, vangetu/vanmátt
 • Neikvæðar hugsanir(stundum ósjálfráðar)
 • Trúin á eigin vanmátt magnast upp,  prófaðstæður verða réttarsalur, dómur fellur
 • Einbeitingarskortur
 • Svefntruflanir
 • Eirðaleysi
 • Áhyggjur

3. Hef ég aðra möguleika

 • Ýta skynsamlegum hugsunum fram fyrir hinar:  ÉG VIL - ÉG GET - ÉG SKAL  og TRÚA þeim.
 • Vera meðvitaður um neikvæðu hugsanirnar
 • Vera varkár í notkun orðanna
  • Alltaf - aldrei -, allir - enginn -  allt -  ekkert

4.  Þú ert það sem þú hugsar

 • Ekki VANMETA sjálfan þig
 • Endurskoða gömul NEIKVÆÐ VIÐHORF
 • Setja KRAFT í það sem þú þarft að gera
 • Taka ákvörðun um að vera JÁKVÆÐUR
 • Sækjast eftir AÐSTOÐ
 • Taka EINN DAG fyrir í einu
 • Setja sjálfum sér og vinnunni MÖRK

Forsenda lengri prófatíma vegna prófkvíða er að nemandi skili vottorði frá sálfræðingi eða geðlækni. Jafnframt er gerð sú krafa að prófkvíðinn nemandi leiti aðstoðar sérfræðings og þarf að skila inn vottorði um að hann hafi mætt a.m.k. 2 sinnum á hvoru misseri hjá  sálfræðingi eða geðlækni.

Löng búseta erlendis

Forsenda lengri prófatíma er að nemandi hafi ekki stundað nám á Íslandi í 8. 9. og 10. bekk grunnskóla eða skili inn greinaðgerð til náms- og starfsráðgjafa um nauðsyn þess að fá lengri próftíma  í jóla- og vorprófum. Nýnemar sem hafa dvalist lengi erlendis geta sótt sérstakt stafsetningarnámskeið á haustmisseri og á vormisseri. Námskeiðin eru á vegum skólans og nemendum að kostnaðarlausu.

Langveikir nemendur eða nemendur í tímabundnum persónulegum erfiðleikum geta einnig sótt um það til náms- og starfsráðgjafa að fá lengri tíma í jóla- og vorprófum.  Allir nemendur sem fá lengri tíma í jóla- og vorprófum verða að sækja sameiginlega tíma til náms- og starfsráðgjafa sem auglýstir verða síðar.

 Athugið að í sérstofu er óheimilt er að skila úrlausn fyrr en að próftíma loknum.

Reglur um lengri próftíma  hér

Umsókn um lengri próftíma hér