Menntaskólinn í Reykjavík

Hér eru valblöð og upplýsingar um valmöguleika fyrir skólaárið 2012-13 en þessar upplýsingar er einnig að finna í valmyndinni hér til hægri. Nemendur í

1) 3. bekk náttúrufræðibrautar velja milli náttúrfræðibrautar 1 og 2

2) 4. bekk málabrautar velja milli fornmáladeilda og nýmáladeild I og II

3) 4. bekk náttúrufræðibrautar 1 velja milli eðlisfræðadeilda og náttúrufræðideilda I og II

4) 5. bekk náttúrufræðideilda velja náttúrufræðivalgrein

5) 5. bekk II-deilda velja 3-9 einingar úr valgreinum

(allir nemendur geta valið aukavalgrein svo fremi að hópstærð og stundatafla leyfi)

Valblöð

Lýsing á valgreinum

Lýsing á náttúrufræðivalgreinum

 

Forritunarkeppni framhaldsskólanna fer fram helgina 9.-10. mars og keppt er í 3 deildum. Skráning er fyrir 2. mars. Nánari upplýsingar á vef heimasíða keppninnar. Í anddyri Gamla skóla er auglýsing um keppnina og tölvufræðikennarar skólans veita einnig nánari upplýsingar.

Úr Bræðrasjóði eru veittir styrkir þeim nemendum sem eiga við bágan fjárhag að stríða, og koma þá fyrst til álita þeir sem ekki njóta annarra styrkja, svo sem jöfnunarstyrkja og styrkja úr öðrum sjóðum.

Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans. Umsóknir berist rektor fyrir 1. mars.


Rektor