Menntaskólinn í Reykjavík

Námsval fyrir næsta skólaár

Nemendur þurfa að skila inn á skrifstofu skólans fyrir páska vali sínu um nám næsta skólaár. Það sem nemendur þurfa að velja um er eftirfarandi:

  1. Nemendur á náttúrufræðibraut 3. bekkjar þurfa að velja um námsbraut í 4. bekk milli náttúrufræðibrautar 1 og náttúrufræðibrautar 2.
  2. Nemendur í 4, bekk málabrautar þurfa að velja um deild í 5. bekk milli fornmáladeildar I, fornmáladeildar II, nýmáladeildar I og nýmáladeildar II.
  3. Nemendur í 4. bekk náttúrufræðibrautar 1 þurfa að velja um deild í 5. bekk milli eðlisfræðideildar I, eðlisfræðideildar II, náttúrufræideildar I og náttúrufræðideildar II.
  4. Nemendur í 5. bekk náttúrufræðideilda I og II þurfa að velja náttúrufræðivalgrein en velja þarf á milli erfðafræði og líftækni, jarðsögu og náttúruvár og stjörnufræði.
  5. Nemendur í 5. bekk II-deilda þurfa að velja valgreinar úr frjálsu vali þ.e. eina til þrjár valgreinar skv. meðfylgjandi yfirliti.
  6. Allir nemendur í 5. bekk geta óskað eftir að velja eina valgrein úr frjálsu vali sem aukavalgrein.

Valblöð til að skila inn

Lýsingar á náttúrufræðivali

Lýsingar á valgreinum 6. bekkjar