Menntaskólinn í Reykjavík

Berlin 2011

Berlin 2011

Í vorhléinu, 18.-21. febrúar, fóru nemendur í fimmta bekk Menntaskólans í Reykjavík með kennurum sínum í menningarferð á vegum skólans til Berlínar. Þangað var flogið beint með Iceland Express og tíminn vel nýttur í margs konar skoðunarferðir sem m.a. tengdust námsefni vetrarins.
Auk viðkomu á helstu hefðbundnu ferðamannastöðunum í Berlín, fór hópurinn á nokkur áhugaverð söfn, t.d. safnið um Berlínarmúrinn og DDR-safnið sem gerir lífi manna í Þýska alþýðuveldinu skil en það leið undir lok við hrun múrsins fyrir meira en tuttugu árum. Einnig var litið inn á safn til minningar um gyðinga sem létu lífið í seinni heimsstyrjöldinni. Hápunktur ferðarinnar var 90 mínútna skoðunarferð um húsakynni Ríkisþingsins í Berlín með þýskumælandi starfsmanni þess. Svo var mjög gaman að fá heimsókn frá þýska aðstoðarkennaranum Juliu Engelmann sem kenndi í MR í haust og gerði sér ferð frá Lübeck til þess að hitta hópinn.
Á kvöldin var komið saman á útvöldum veitingastöðum borgarinnar og góðra veitinga að hætti Berlínarbúa notið. Alls tóku 23 þýskunemendur úr 5. og 6. bekk þátt í ferðinni og voru þeir að öllu leyti til fyrirmyndar og skólanum til mikils sóma. Fararstjórar voru þýskukennarar þeirra, Kristjana Björg Sveinsdóttir og Izabela K. Harðarson.

picasa_albumid=5659752693896190289