Menntaskólinn í Reykjavík

Berlin 2009

Berlín 2009

Dagana 12.-15. febrúar fór hópur nemenda, sem eru í þýskunámi, í helgarferð á vegum skólans til Berlínar. Ferðin heppnaðist afar vel og voru bæði fararstjórar og nemendur mjög ánægðir með Berlínarförina.
Dagskráin var mjög fjölbreytt og tengdist að hluta til námsefni vetrarins. Það var t.d. farið í skoðunarferð um Þinghús Berlínar og aðsetur kanslara Þýskalands var skoðað. Einnig var farið á nokkur söfn, gengið um sögufrægar slóðir Berlínar og frægar byggingar skoðaðar.
Nemendurnir sem tóku þátt í ferðinni voru samtals 26 úr fimmta bekk og fararstjórar voru þýskukennarar úr MR, Kristjana Björg Sveinsdóttir og Ásmundur Guðmundsson

picasa_albumid=5659752344821964049