Menntaskólinn í Reykjavík

Málvísindi

Málvísindi í fornmáladeildum

Markmið

Nemandi

 • kynnist grundvallarþáttum mannlegs máls, svo sem hljóðfræði og hljóðkerfisfræði, beygingarfræði, setningafræði og merkingarfræði
 • kynnist aðferðafræði sögulegra málvísinda og helstu tegundum málbreytinga
 • þjálfist í notkun málfræðilegra hugtaka á íslensku og erlendum málum
 • þjálfist í  lestri fræðilegs efnis um málfræði á íslensku og erlendum málum
 • kynnist helstu handbókum á sviði íslenskrar málfræði og almennra málvísinda
 • fái tækifæri til að nýta sér margmiðlunarefni sem unnið hefur verið á sviði íslenskrar málfræði og almennra málvísinda
 • öðlist þekkingu á helstu einkennum íslensks framburðar og hljóðkerfis
 • kynnist helstu einkennum íslensks beygingarkerfis og setningagerðar
 • kynnist helstu þáttum í sögulegri þróun íslensks hljóð- og beygingarkerfis
 • kynnist vinnubrögðum sem viðhöfð eru í rannsóknarritgerðum.

Námsefni og kennsluhættir

Kenndar eru þrjár stundir á viku í tvö misseri. Á haustmisseri er lögð megináhersla á hljóð- og hljóðkerfisfræði, beygingarfræði og setningafræði, en á vormisseri er sjónum einkum beint að sögulegum málvísindum og íslenskri málsögu. Kennsla er í formi fyrirlestra, en einnig er ætlast til að nemendur vinni verkefni og skili skriflega eða flytji um þau fyrirlestur.

Námsmat

 • Námseinkunn byggist á heimaverkefnum 30%, miðannarprófum (eitt á hvoru misseri) 30%, jólaprófi 30%, skyndipróf 10%.
 • Jólapróf: Skriflegt próf í 90 mínútur.
 • Vorpróf (stúdentspróf): Skriflegt próf í 120 mínútur.