Menntaskólinn í Reykjavík

Fornfræði

Fornfræði

Lýsing

Kenndar eru þrjár stundir í viku. Lagður grunnur að bókmenntasögu fornaldar, mál og málsögu, varðveislu, handritageymd og textaútgáfur. Einstök bókmenntatímabil og helstu höfundar og verk þeirra eru rædd helstu formgerðir nefndar og útskýrðar. Lesin eru sýnishorn úr klassískum bókmenntum fornaldar í íslenskum þýðingum: Ilíonskviða, Ódysseifskviða, Aeneasarkviða, Umbreytingar Ovidiusar og grískir harmleikir. Nemendur halda 40 mínútna fyrirlestur og skila ritgerð um sama efni auk smærri verkefna.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • grunnatriðum málsögu og mállýskna grísku og latínu
 • munnlegri og skriflegri geymd fornra texta í aldanna rás
 • hefðum og vinnubrögðum er liggja að baki klassískum textaútgáum
 • mismunandi tímabilum bókmenntasögunnar
 • mismunandi formgerðum fornaldarbókmennta með áherslu á epos og harmleiki
 • völdum verkum fornra höfunda s. s. Hómerskviðum, Aeneasarkviðu Vergiliusar, Umbreytingum Ovidiusar og grískum harmleikjum s. s. Medeu eftir Euripides eða Antigónu eftir Sófókles
 • þýðingum Íslendinga á fornum bókmenntum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • skilja bókmenntir og bókmenntahefð fornaldar á þeirra eigin forsendum
 • greina áhrif bókmennta fornaldar á seinni tíma menningu, þar með talda íslenska
 • tjá sig um bókmenntir fornaldar með viðeigandi fagorðum og á rökstuddan hátt

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • skilja betur þá latnesku og grísku frumtexta sem lesnir eru í 6. bekk
 • hafa gagn og gaman af bókmenntaverkum fornaldar og halda afram að kynna sér þær upp á eigin spýtur jafnt í íslenskum þýðingum sem á erlendum tungumálum
 • skilja mikilvægi fornaldar í þróun bókmennta Evrópu

Námsmat

Námseinkunn byggir á verkefnum, fyrirlestri, skyndiprófum, mætingu og virkni í kennslustundum. Jólapróf: Skriflegt próf í 90 mínútur. Vorpróf: Skriflegt próf í 90 mínútur.

Skammstöfun

FORF1KB05