Menntaskólinn í Reykjavík

Stærðfræði

Stærðfræði

Lýsing

Tölugildi, lograr, vísisföll, gröf, miðsækni og dreifing, staðalfrávik, talningarfræði, líkindafræði, normaldreifing, Z-stig, fylgni.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • tölugildum
 • prósentum, logrum og vísisföllum
 • tölfræðilegri framsetningu á gögnum með gröfum
 • miðsækni, mælingu á dreifingu og staðalfráviki
 • undirstöðureglum talningarfræðinnar
 • undirstöðuatriðum líkindareiknings, óháðum og skilyrtum líkindum og tvíliðureglu
 • úrtaksfræði
 • normaldreifingu, helstu eiginleikum hennar og Z-stigi
 • öryggismörkum og marktækni fyrir meðaltöl og prósentur
 • tilgátuprófun
 • fylgni, útreikningum og túlkun

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • að vinna með prósentur og leysa jöfnur með logrum og vísisföllum
 • að teikna gröf sem sýna tölfræðilega samantekt
 • að reikna meðaltal, dreifisvið, meðalfrávik og staðalfrávik
 • að beita reglum talningarfræðinnar
 • að reikna skilyrt líkindi
 • að beita tvíliðureglu
 • að reikna út Z-stig, bera saman dreifingar hópa, reikna p-gildi og marktækni
 • að reikna út fylgni og túlka fylgnistuðul
 • að beita tölfræði við úrvinnslu tölfræðilegra verkefna, t.d. skoðanakannana og skrifa skýrslu
 • að setja fram skilgreiningar, reglur og sannanir

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega
 • sýna góð vinnubrögð í stærðfræði og nákvæmni í framsetningu
 • útskýra skipulega aðferðir við lausnir margvíslegra verkefna með vísun í reglur
 • öðlast aukið læsi á mál stærðfræðinnar
 • greina hvenær röksemdafærsla getur talist fullnægjandi sönnun og byggt upp einfaldar sannanir

Námsmat

Námsmat byggir á reglubundnum skriflegum æfingum og úrvinnslu tölfræðiverkefna frammistöðu nemandans í tímum og vinnubrögðum við heimanám misserisprófum.

Skammstöfun

STÆR2LT07