Menntaskólinn í Reykjavík

Gríska

Gríska

Lýsing

Kenndar eru fimm stundir í viku. Farið er yfir gríska stafrófið, helstu framburðarreglur, málfræðihugtök og grunnatriði málfræði. Beygingar eru útskýrðar og æfðar. Stuttir kennslubókartextar eru lesnir, svo og einstakar setningar og málshættir, og er efnið þýtt og greint málfræðilega. Fjallað er um menningu og sögu Grikkja í máli og myndum í tengslum við lestexta.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • stafrófi og framburði forngrísku
 • grundvallaratriðum grískrar málfræði
 • beygingu reglulegra fallorða
 • beygingu fyrstu þriggja kennimynda reglulegra sagnorða
 • kennimyndum helstu óreglulegra sagna
 • grunnorðaforða forngrísku
 • helstu uppflettiritum (orðabók, málfræði)

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • lesa og skilja létta kennslubókartexta í samfelldu máli með hjálp orðalista
 • greina einfalda texta málfræðilega
 • rita sambærilega erfiða texta á eigin spýtur
 • leita sér upplýsinga í handbókum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • skilja grískan menningarheim og tengsl hans bæði við rómverska og vestræna menningu
 • gera sér grein fyrir hlutverki grískra orða og orðstofna í nútímamálum

Námsmat

Námseinkunn byggist á vinnu vetrarins og þátttöku í tímum. Jólapróf: Skriflegt próf í 90 mínútur. Vorpróf: Skriflegt próf í 90 mínútur.

Skammstöfun

GRÍS1FO10