Menntaskólinn í Reykjavík

Latína

Latína

Lýsing

Kenndar eru sex stundir á viku. Farið er rækilega í helstu atriði beyginga- og setningafræðinnar. Lesnir eru meðalþungir kennslubókartextar og frumtextar á síðara misseri. Bókmenntatextar í samfelldu máli eru lesnir, þýddir, greindir málfræðilega og útskýrðir efnislega. Tengsl latneskra orðstofna við nýmálin eru útskýrð og fjallað er um menningu og sögu Rómverja í máli og myndum í tengslum við lesefni. Stefnt er að því að nemendur fornmáladeildar fari einu sinni á námsferlinum (í 5. eða 6. bekk) í Rómarferð á vegum skólans.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • almennri setningafræði klassískrar latínu
 • meðalþungum orðaforða klassískrar latínu
 • sögu og hugmyndaheimi Rómverja með áherslu á 1. öld fyrir Krist

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • lesa og skilja meðalþunga kennslubókartexta og frumtexta af nákvæmni
 • greina meðalþunga texta málfræði- og setningafræðilega
 • þýða á latínu meðalþunga texta í samhengi
 • þýða á íslensku meðalþunga latneska texta með hjálp orðabókar
 • nota latneskar orðabækur
 • tjá sig um latínu sem fræðigrein með viðeigandi fræðiheitum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • hefja lestur latneskra frumtexta
 • skilja tengsl latínu og vestrænna tungumála almennt og hagnýta sér þau við annað nám
 • skilja betur sérkenni rómversks menningarheims, sögu, lista, bókmennta og vægi hans sem undirstöðu vestrænnar menningar

Námsmat

Nemendur leysa að jafnaði eina skriflega æfingu vikulega, stíl upp úr því námsefni sem til umfjöllunar er hverju sinni eða ólesna þýðingu ótengda námsefni. Eitt stórt hópverkefni er gert á skólaárinu, útgáfa Latínublaðsins Idus Martii. Skyndipróf eru að meðaltali tvö á hvoru misseri. Námseinkunn byggir á mætingu, virkni í tímum, verkefni (Idus Martii) og meðaltali í skriflegum æfingum, jafnt vikulegum stílum og ólesnum þýðingum sem stærri kaflaprófum. Jólapróf: Skriflegt próf í 90 mínútur. Vorpróf: Skriflegt próf í 90 mínútur.

Skammstöfun

LATÍ2FO13