Menntaskólinn í Reykjavík

Enska

Enska

Lýsing

Í þessum áfanga er lögð áhersla að nemendur verði læsir á flóknari texta en áður, auki orðaforða sinn, nái betri tökum á enskri málfræði, lesi fjölbreyttar bókmenntir og þjálfist í ritun.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • þverfaglegum orðaforða til markvissrar notkunar í námi með sérstakri áherslu á raunvísindi
 • rithefðum sem við eiga í textasmíð, m.a. um inngang með efnisyrðingu, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag
 • mismunandi afstöðu og túlkun bókmennta og dýpri merkingu texta

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • lesa fjölbreyttar gerðir texta, bæði fræðilega og bókmenntalega
 • beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta eða viðfangsefnis
 • tjá sig munnlega skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér
 • tjá sig skriflega bæði á formlegan og óformlegan hátt
 • lesa sér til fræðslu og/eða ánægju texta sem gera kröfur til lesandans, bæði hvað varðar orðaforða og uppbyggingu
 • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta
 • skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • skilja daglegt mál, fjölmiðlaefni, inntak erinda, fræðigreinar og annað flóknara efni
 • taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt
 • skrifa formlegan og óformlegan texta og beita rithefðum sem við eiga í textasmíð
 • nýta nýjan orðaforða í ræðu og riti
 • beita málinu af lipurð og kunnáttu til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni
 • túlka og greina bókmenntaverk
 • skrifa texta með röksemdafærslu þar sem fram koma rök með og á móti og þau eru vegin og metin.

Námsmat

Símat, áfangapróf, miðsvetrarpróf og lokapróf.

Skammstöfun

ENSK2OM08