Menntaskólinn í Reykjavík

Danska

Danska

Lýsing

Danskur framburður, málfræði, lesskilningur, orðaforði og ritun, danskt mál og menning, samfélagsþekking og bókmenntir.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • dönsku þjóðfélagi, sögu þess og menningu,
 • gildum og viðhorfum norræna menningarsvæðisins ásamt skyldleika dönsku við önnur norræn tungumál,
 • nauðsynlegum orðaforða, munnlegum og skriflegum til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • skilja talaða dönsku,
 • lesa fjölbreytta teksta sér til ánægju og fróðleiks,
 • nota tungumálið í töluðu og rituðu máli við mismunandi aðstæður.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • skilja og tileinka sér daglegt mál án þess að hafa innsýn í efnið fyrirfram
 • lesa, hlýða á og túlka bókmenntaverk,
 • hagnýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni sem þeir hafa þekkingu á,
 • skilja sögulegar og menningarlegar skírskotanir í texta og orðræðu,
 • geta lesið á milli lína og beitt gagnrýninni hugsun,
 • tjá sig lipurlega við mismunandi aðstæður og geta rökstutt mál sitt ræðu og riti,
 • tjá tilfinningar og nota málið á skapandi hátt,
 • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Námsmat

skyndipróf í öllum færniþáttunum fjórum, þ.e. ritun, lestri, lesskilningi og munnlegri færni, jólapróf og vorpróf úr námsefni hvors misseris fyrir sig, skyndipróf með reglubundnu millibili sem geta verið hluti af lokaeinkunn eða námseinkunn ársins sem auk þess byggir á ástundun nemenda.

Skammstöfun

DANS2TO10