Menntaskólinn í Reykjavík

Saga og félagsfræði

Saga

Lýsing

Þættir úr sögu fornaldar með sérstakri áherslu á menningararf Grikkja, Rómverja og miðalda, ásamt völdum köflum úr Íslandssögu frá landnámi til um 1800. Farið er í valda þætti úr sögu Grikklands (þróun stjórnarfars og ólíkar stjórnarfarshugmyndir, heimspekikenningar), sögu Rómaveldis (myndun heimsveldis) og miðalda (t.d. islam).

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • markverðum þáttum úr sögu og menningararfi Grikkja, Rómverja og miðalda.
 • algengum hugtökum sem komin eru úr stjórnmála- og menningarsögu Grikkja, t.d. lýðræði, þjóð, ríki og trúarhugmyndir.
 • hvernig ákveðnir þættir grískrar menningar hafa áhrif á samfélög nútímans, m.a. í bókmenntum, heimspeki og leiklist.
 • hvernig myndun heimsveldis Rómverja átti sér stað.
 • kristni og islam.
 • einstökum tímabilum Íslandssögu, t.d. landnámi, þjóðveldisöld, siðaskiptum o.fl.
 • tímaskyni í sögulegu samhengi og undirstöðuatriðum sagnfræðihugtaka, t.d. orsök og afleiðingu.
 • því að sjálfsmynd einstaklinga og hópa mótast af sögunni.
 • mikilvægi gagnrýninnar hugsunar.
 • tegundum heimilda og helstu vinnubrögðum við heimildaleit og heimildanotkun.

Leikniviðmið

 • lesa einfalda sagnfræðilega texta á íslensku.
 • tengja atburði samtímans við fortíðina.
 • nota fjölbreyttar gerðir heimilda.
 • að tjá sig munnlega og skriflega um tiltekin söguleg fyrirbæri.
 • að kynna sögulegt efni fyrir jafningjum.

Hæfniviðmið

 • setja sjálfan sig í samhengi sem þátttakandi og skoðandi.
 • öðlast tímaskyn í sögulegu samhengi og átta sig á sögulegu afstæði.
 • geta tekið þátt í skoðanaskiptum og rökræðum um sagnfræðileg efni.
 • tjá sig með hugtökum sem notuð eru í lýðræðisþjóðfélagi.
 • öðlast leikni í að tjá sig í ræðu og riti um efni áfangans með skírskotun til samtímans.

Námsmat

Leiðsagnarmat

Skammstöfun

SAGA2EÍ08