Menntaskólinn í Reykjavík

Danska

Danska

Lýsing

Danskt mál og menning, bókmenntir, samfélagsþekking, orðaforði og ritun.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • dönsku þjóðfélagi og norræna menningarsvæðinu,
  • skyldleika tungumálsins við önnur norræn tungumál,
  • nauðsynlegum orðaforða, munnlegum og skriflegum til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins.

Leikniviðmið

  • tala almennt mál og skilja sérhæfða texta,
  • lesa sér til fróðleiks og ánægju texta sem gera kröfur til lesandans,
  • nota tungumálið í töluðu og rituðu máli við mismunandi ástæður.

Hæfniviðmið

  • skilja kjarna málsins í töluðu og rituðu máli, hvort sem er daglegt mál eða flóknara efni sem nemandi hefur kynnt sér,
  • geta beitt málinu í félagslegu og lýðræðislegu samhengi,
  • vera virkir í samræðum, almennum umræðum og rökræðu, temja sér gagnrýna hugsun og eflingu sjálfstrausts í málnotkun.

Námsmat

skyndipróf í öllum færniþáttunum fjórum, þ.e. ritun, lestri, lesskilningi og munnlegri færni, jólapróf og vorpróf úr námsefni hvors misseris fyrir sig, skyndipróf eru með reglubundnu millibili og geta verið hluti af lokaeinkunn eða námseinkunn ársins sem auk þess byggir á ástundun nemenda.

Skammstöfun

DANS2BM05