Menntaskólinn í Reykjavík

Líffræði

Líffræði

Lýsing

Í þessum grunnáfanga fyrir náttúrufræðibraut er fjallað um helstu efni og efnaferla í lífverum, sameiginleg einkenni lífvera, byggingu, starfsemi og fjölbreytileika frumna og helstu dýra- og plöntuvefi.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • helstu einkennum lífrænna efna
 • helstu efnum sem eru sameiginleg öllum lífverum
 • helstu einkennum lífvera
 • byggingu og starfsemi frumna
 • frumuskiptinga
 • lögmálum erfðafræðinnar
 • gerð, hlutverki og samspili DNA og RNA frá geni til prótíns
 • helstu gerðum stökkbreytinga
 • helstu dýra- og plöntuvefjum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • lesa líffræðilegar upplýsingar í máli og myndum
 • notka víðsjár og smásjár
 • nota greiningarlykla
 • leysa einföld erfðafræðidæmi

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • auka skilning á fyrirbærum náttúru- og raunvísinda
 • tengja undirstöðuþekkingu í líffræði við daglegt líf og umhverfi
 • afla sér frekari þekkingar á líffræðilegum viðfangsefnum

Námsmat

Námseinkunn Jólapróf Vorpróf

Skammstöfun

LÍFF1EL05