Menntaskólinn í Reykjavík

Stærðfræði

Stærðfræði

Lýsing

Inngangur að mengjum og rökfræði. Bókstafareikningur, jöfnu- og ójöfnureikningur og hnitakerfi. Föll, margliður og eiginleikar þeirra. Annars stigs margliður og fleygbogar. Vigrar.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • uppbyggingu stærðfræðikerfis út frá frumhugtökum, skilgreiningum, frumreglum og reglum með nákvæmum sönnunum
 • grunnhugtökum mengja- og rökfræði og talnakerfum
 • notkun bókstafareiknings við lausn á jöfnum og ójöfnum
 • rótum og tölugildum
 • hnitakerfinu, jöfnu beinnar línu og hrings
 • margliðum, þáttun þeirra og deilingu
 • annars stigs margliðum og gröfum þeirra
 • margliðujöfnum og ójöfnum
 • fallhugtakinu og helstu eiginleikum falla
 • vigrum og vigurreikningi

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • að leysa jöfnur og ójöfnur
 • að meðhöndla rætur og tölugildi
 • að teikna línur og hringi í hnitakerfi, reikna fjarlægðir og skurðpunkta og leysa jöfnuhneppi
 • að leysa jöfnur og ójöfnur bæði með reikningum og myndrænt
 • að greina helstu eiginleika falla
 • að reikna með vigrum og að beita þeim í flatarmyndafræði
 • að setja fram skilgreiningar, reglur og sannanir

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega
 • sýna góð vinnubrögð í stærðfræði og nákvæmni í framsetningu
 • útskýra skipulega aðferðir við lausnir margvíslegra verkefna með vísun í reglur
 • vera læs á mál stærðfræðinnar og geta fylgt og skilið röksemdir
 • sýna skilning á fræðilegri stærðfræði
 • greina hvenær röksemdafærsla getur talist fullnægjandi sönnun og byggt upp einfaldar sannanir

Námsmat

Námsmat í þessum áfanga byggist á: reglubundnum skriflegum æfingum frammistöðu nemandans í tímum og vinnubrögðum við heimanám misserisprófum

Skammstöfun

STÆR2AH06 og STÆR2AH07(L)