Menntaskólinn í Reykjavík

Málabraut:

Tvær öflugar máladeildir: Nýmáladeild og fornmáladeild

Í nýmáladeild er áhersla lögð á tungumál sem töluð eru í heiminum í dag en í fornmáladeild er lögð áhersla á rótgróna evrópska menntahefð sem á rætur að rekja til Rómverja og Grikkja. Stúdentspróf af máladeild MR byggir grunn fyrir fjölbreytt háskólanám til að mynda í hugvísindum, félagsvísindum, listgreinum, lögfræði og menntavísindum.

Við kennslu erlendra tungumála í MR er lögð áhersla á að nota fjölbreyttar aðferðir og miðla til að gera námið líflegt, gagnlegt og skemmtilegt. Bekkjarkerfi MR er hvetjandi og veitir stuðning sem sést á því hve brottfall nemenda við MR er lítið.

Tungumálaþekking sem aflað er við stúdentspróf er mikilvæg þegar sérhæfðu háskólanámi lýkur og skapar samkeppnisforskot.