Menntaskólinn í Reykjavík

Eðlisfræði

Eðlisfræði

Lýsing

Rafstöðu og rafsegulfræði. Afstæðiskenning og skammtafræði.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • Hleðslum rafkröftum, rafsviði, straumi, spennu og viðnámi.
 • Lögmáli Gauss um rafsvið og hvernig nota má það til að finna rafsvið í sérstökum tilfellum.
 • Þéttum, rýmd, sambandi spennu og rafsviðs, DC rafrásum með viðnámum og þéttum
 • Segulsviði, lögmáli Gauss um segulsvið, lögmáli Biot-Savart og lögmáli Ampères.
 • Kraft á straumleiðara, krafti á ögn í segulsviði, spanlögmál Faradays, spólum og sjálfspani.
 • Riðstraumsrásum með raðtengdu viðnámi, þétti og spólu.
 • Jöfnum Maxwells í tegurformi.
 • Meðferð gagna í verklegri eðlisfræði, grafískri úrvinnslu og óvissureikningi.
 • Grunnhugtökum sérstöku afstæðiskenningarinnar, rafsegulbylgjum, tregðukerfum, Galíleijöfnunum, afstæðislögmálum Einsteins og jöfnum Lorentz fyrir umbreytingu á færslu og hraða milli tregðukerfa.
 • Skilgreiningu skriðþunga sem er varðveittur afstætt, massa sem orkuformi og skilgreiningu afstæðrar hreyfiorku.
 • Jafngildislögmáli Einsteins.
 • Punktum úr þróunarsögu skammtafræðinnar svo sem skammtakenningu Plancks og ljóseindakenningu Einsteins, röntgengeislun, atómlíkani Rutherfords og Bohrs og skömmtun orku í vetnisatómi, agnabylgjum De Broglie.
 • Grunnatriðum í skammtafræði svo sem óvissulögmáli Heisenbergs og bylgjujöfnu Schrödingers í einni vídd, hugtakinu virkja og eigingildi virkja.
 • Grunnatriðum í kjarneðlisfræði svo sem kjarnakröftum, bindiorku kjarnans og geislun, kjarnorku.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • Beita lögmálum eðlisfræðinnar til að leysa ýmiskonar verkefni.
 • Framkvæma mælingar og vinna úr gögnum.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • Heimfæra efni áfangans uppá daglegt líf og umhverfi.
 • Rökstyðja í orðum útreikninga og túlka niðurstöður þeirra.
 • Túlka niðurstöður mælinga s.s. með hjálp grafískrar framsetningar.
 • Vinna með öðrum og skipta verkum.
 • Nemandi sé tilbúinn til að takast á við nám á háskólastigi.

Námsmat

Misserispróf og stúdentspróf. Skriflegar æfingar, heimadæmi, mat á nemendafyrirlestrum og ritgerðum. Yfirferð verkbóka og skýrslna úr verklegum æfingum.

Skammstöfun

EÐLI3RF08(E) og EÐLI3SK09(E)