Menntaskólinn í Reykjavík

Stærðfræði

Stærðfræði

Lýsing

Diffrun, ferilteikningar, hagnýting diffurreiknings, stofnföll og bogaföll, óákveðin og ákveðin tegur og hagnýting tegurreiknings. Þrepun, runur og raðir. Talningarfræði. Líkindareikningur. Diffurjöfnur.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • diffranleika falla og undirstöðuatriðum ferilteikninga
 • stofnföllum og óákveðnum tegrum
 • tegurreikningi og hagnýtingu hans
 • grundvallarreglu þrepunar
 • mismunar- og kvótarunum og kvótaröðum
 • undirstöðureglum talningarfræðinnar, þríhyrningi Pascals og tvíliðureglunni
 • undirstöðuatriðum líkindareiknings, óháðum og skilyrtum líkindum og tvíliðulíkindum
 • fyrsta og annars stigs diffurjöfnum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • að finna diffurkvóta og afleiður falla og rita jöfnu snertils
 • að teikna ferla falla með því að finna halla, útgildi, aðfellur og skurðpunkta við ása
 • að setja upp og leysa bestunarverkefni með diffrun og finna varpmengi falla
 • að finna stofnföll og reikna tegur með hluttegrun, innsetningu og skiptingu í stofnbrot
 • að reikna flatarmál og rúmmál með tegrun
 • að sanna yrðingar með þrepun og reikna summu mismunar- og kvótarunu
 • að kanna samleitni kvótaraða og reikna summu þeirra
 • að beita reglum talningarfræðinnar
 • að reikna líkur atburða í endanlegu líkindarúmi
 • að reikna skilyrt líkindi og tvíliðulíkindi
 • að leysa fyrsta og annars stigs línulegar diffurjöfnur, hliðraðar og óhliðraðar
 • að leysa diffurjöfnur með aðskilnaði breytistærða

Hæfniviðmið

 • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega
 • sýna góð vinnubrögð í stærðfræði og nákvæmni í framsetningu
 • útskýra skipulega aðferðir við lausnir margvíslegra verkefna með vísun í reglur
 • öðlast aukið læsi á mál stærðfræðinnar
 • greina hvenær röksemdafærsla getur talist fullnægjandi sönnun og geta byggt upp einfaldar sannanir
 • búa yfir gagnrýnni og skapandi hugsun við lausn verkefna
 • gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausn verkefna

Námsmat

reglubundnum skriflegum æfingum reglubundnum heimadæmum frammistöðu nemandans í tímum og vinnubrögðum við heimanám skriflegu og munnlegu yfirlitsprófi úr áföngum síðustu þriggja ára

Skammstöfun

STÆR3EE13 og