Menntaskólinn í Reykjavík

6.b Náttúrufræðideild I

Stjörnufræði

Lýsing

Sólkerfið, stjörnur, vetrarbrautir og alheimurinn.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Sólkerfið: Reikistjörnurnar, tungl, sólin, myndun sólkerfisins.
  • Stjörnurnar: Myndun, líf og dauði stjarna, gerðir stjarna, HR-línuritið; hvítir dvergar, nifteindastjörnur og svarthol.
  • Vetrarbrautir: Þróun vetrarbrauta, uppbygging, gerðir vetrarbrauta, hulduefni, kortlagning alheims.
  • Heimsfræði: Upphaf, þróun og örlög alheims; efni í alheimi, hulduorka, gerð tímarúmsins, örbylgjukliðurinn, útþensla alheims og lögmál.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Nemandi öðlist leikni í að lýsa og útskýra þau atriði sem getið er í þekkingarviðmiðum.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Nemandi geri sér grein fyrir stöðu mannsins í sólkerfinu, meðal stjarnanna og í alheiminum sem heild.

Námsmat

Námsmat fer fram með
  • Hlutaprófum
  • Fyrirlestrum
  • skriflegum greinargerðum nemenda.
  • Stúdentsprófi.

Skammstöfun

STJÖ2SH05