Menntaskólinn í Reykjavík

6.b Náttúrufræðideild I

Jarðfræði

Lýsing

Í þessum áfanga eru frumkvöðlar jarðfræðinnar og helstu grundvallakenningar kynntar til leiks. Leitast er við að kynna setlagafræði og helstu setumhverfi sem og helstu rök fyrir landreki og í beinu framhaldi myndun fellingafjalla. Farið er í almenna jarðsögu og þróun lífs á jörðinni

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • helstu frumkvöðlum jarðfræðinnar erlendum sem innlendum
 • helstu grundvallarkenningum jarðfræðinnar
 • setlagafræði og helstu setumhverfum
 • helstu rökum fyrir landreki og í beinu framhaldi myndun fellingafjalla síðustu 1000 milljón árin
 • uppruna og myndun jarðarinnar
 • jarðsögutöflunni þ.e. skiptingu tímakvarðans og á hverju sú skipting byggir
 • þróun lífríkis á jörðinni frá upphafi til vorra daga

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • að beita jarðfræðilegum hugtökum og kenningum
 • túlka setlög til að skýra myndunarhætti þegar þau mynduðust
 • lesa út úr jarðsögutöflunni og átta sig á skiptingu hennar

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • leggja sjálfstætt mat á upplýsingar við úrvinnslu og geta rökrætt niðurstöður sínar

Námsmat

Skammstöfun

JARÐ2JS05