Menntaskólinn í Reykjavík

Lífræn efnafræði

Efnafræði

Lýsing

Inngangur að lífrænni efnafræði og lífefnafræði. Helstu flokkar lífrænna efna og lífsameinda eru kynntar ásamt helstu efnahvörfum, flokkun, eiginleikum og hlutverki þeirra í lífheiminum og iðnaði.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • Skipan rafeinda í svigrúmum helstu frumeinda í lífrænum efnum og svigrúmablöndun í lífrænum sameindum
 • Lögun lífrænna sameinda og skautun samgildra tengja í lífrænum sameindum
 • Byggingarformúlum helstu flokka lífrænna efna og reglum sem notast er við nafngiftir á lífrænum efnasamböndum skv. IUPAC nafnakerfinu
 • Mismunandi hverfum lífrænna efna þ.e. byggingarhverfum, rúmhverfum og handhverfum
 • einföldum efnahvörfum lífrænna efna og hvarfgöngum þ.e. hvarfganga álagningarhvarfa á alkena, brottnámshvarfa, kjarnsækinna skiptihvarfa og rafsækinna arómatískra skiptihvarfa
 • Eðlis- og efnaeiginleikum lífrænna efna vegna skautunar á borð við hvarfgirni, suðumark og bræðslumark
 • Byggingu og eiginleikum helstu flokka lífefna þ.e. sykra, próteina og fituefna
 • efnaskiptaferlum í frumum á borð við sykurrof, sítrónusýruhringinn og rafeindaflutningskeðjuna

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • lýsa rafeindaskipan atóma sem algeng eru í lífrænum efnasamböndum
 • segja til um svigrúmablöndun kolefnisatóma í lífrænum sameindum
 • lýsa lögun lífrænna sameinda og skautun í samgildum tengjum
 • nefna lífræn efnasambönd úr helstu flokkum lífrænna efna
 • teikna byggingarformúlur lífrænna efna skv. reglum IUPAC
 • teikna byggingarísómerur lífrænna efna
 • þekkja og auðkenna rúmhverfur lífrænna efna
 • setja fram tillögur að hvarfgöngum í einföldum efnahvörfum lífrænna efna
 • flokka karbókatjónir eftir stöðugleika
 • segja til um álagningu vetnishalíða út frá reglu Markovnikovs
 • lýsa efnaeginleikum bensens og annarra arómatískra efna
 • þekkja og auðkenna hendnimiðjur í lífrænum efnasamböndum
 • lýsa eðliseiginleikum lífrænna efnasambanda sem geta myndað vetnistengi
 • flokka einsykrur í aldósa og ketósa og í D- og L- sykrur
 • teikna byggingar einsykra  í beinkeðjuformi og hringtengdu hemiacetalformi
 • flokka hringtengdar einsykrur í - og b-sykrur
 • þekkja helstu tví-og fjölsykrur og þekkja efnatengi milli þeirra
 • teikna byggingarformúlur amínósýra
 • teikna peptíð og kunna skil á peptíðtengjum
 • þekkja helstu flokka próteina og mismunandi byggingarstig próteina
 • þekkja helstu flokka lípíða og annara fituefna
 • teikna byggingar lípíða
 • lýsa helstu skrefum sem koma við sögu í efnaskiptaferlum þ.e. sykurrofi og sítrónusýruhringnum
 • framkvæma tilraunir í lífrænni efnafræði og lífefnafræði
 • setja fram niðurstöður tilrauna og vinna úr þeim niðurstöðum t.a.m. einfaldra litrófsgreininga

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • stunda sjálfstætt nám í vísindum og rannsóknarmiðuðum greinum tengdum lífrænni efnafræði og lífefnafræði
 • skýra bæði lögun og skautun í lífrænum sameindum
 • gera sér grein fyrir eðlis- og efnaeiginleikum lífrænna efna út frá byggingarformúlum þeirra
 • leysa af hendi verkefni sem tengjast lífrænum efnasamböndum og lífsameindum og nota til þess gögn eins og bækur, lotukerfi eða niðurstöður tilrauna
 • tengja þau hugtök sem kynnt eru í námsefninu við almenna umræðu um lífræn efni og lífsameindir
 • öðlast betri skilning á lífi og lífvísindum á efnafræðilegum grundvelli

Námsmat

Þátttaka og framlag í bóklegum og verklegum tímum, skilaverkefni og prófverkefni

Skammstöfun

EFNA2LÍ10