Menntaskólinn í Reykjavík

Eðlisfræði

Eðlisfræði

Lýsing

Inngangur að eðlisfræði, hreyfifræði, aflfræði, varmafræði, bylgjur.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • Hreyfifræði, s.s. skilgreiningu hraða og hröðunnar og lýsingu jafnt hraðaðrar hreyfingar í einni og fleiri víddum með hjálp vigurhugtaksins.
 • Fyrsta, öðru og þriðja lögmáli Newtons, ýmsum kröftum, svo sem togkrafti þverkrafti og núningi, hringhreyfingu og þyngdarlögmáli Newtons.
 • Vinnu, varðveislu orkunnar, vinnulögmálinu, skriðþunga, varðveislu skriðþunga og skilgreiningu massamiðju.
 • Meðferð gagna í verklegri eðlisfræði, grafískri úrvinnslu og óvissureikningi.
 • Grunnhugtökum um mælingar, s.s meðferð gagna í verklegri eðlisfræði, grafískri úrvinnslu
 • Snúningshreyfingu, hornahraða, hornahröðun, hverfitregðu, hverfiþunga og kraftvægi, tengsl þessarra stærða og vigureiginleika.
 • Skilgreiningu þrýstings, þrýsting á dýpi, lögmál Avogadrosar, samfellujöfnuna, rúmálshraða, lögmál Bernoullis.
 • Einfaldri sveifluhreyfingu hvernig hún er lausn á einfaldri diffurjöfnu, útslag, hornahraða í hringhreyfingu, orkuvarðveislu í sveifluhreyfingu m.a. í lóðréttri sveifluhreyfingu.
 • Bylgjum, sér í lagi efnisbylgjum og ýmsum eiginleikum þeirra svo sem samliðun, endurvarp, brot, bognun og víxlun, staðbylgjur, hviður, doppler hrif og hljóðstyrk.
 • Varmafræði, s.s. því hvernig hreyfingar agna í gasi tengjast þrýstingi og hitastigi þess, eðlisvarma, varmaflutningi og fyrsta og öðru lögmáli varmafræðinnar

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • Beita lögmálum eðlisfræðinnar til að leysa ýmiskonar verkefni.
 • Framkvæma mælingar og vinna úr gögnum.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • Heimfæra efni áfangans uppá daglegt líf og umhverfi.
 • Rökstyðja í orðum útreikninga og túlka niðurstöður þeirra.
 • Túlka niðurstöður mælinga s.s. með hjálp grafískrar framsetningar.
 • Vinna með öðrum og skipta verkum.

Námsmat

Misserispróf. Skriflegar æfingar. Yfirferð verkbóka og skýrslna úr verklegum æfingum.

Skammstöfun

EÐLI1HR08 og EÐLI2VK09(E)