Menntaskólinn í Reykjavík

Eðlisfræði

Eðlisfræði

Lýsing

Inngangur að aflfræði, rafstöðufræði, rafrásir og bylgjur.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • Grunnatriðum aflfræði, s.s. lýsingu jafnt hraðaðrar hreyfingar eftir beinni línu, hreyfilögmálum Newtons, lögmálinu um varðveislu orkunnar og lögmálum um þrýsting í gasi og vökvum.
 • Varmafræði, s.s. því hvernig hreyfingar agna í gasi tengjast þrýstingi og hitastigi þess, orkuflutningur við hitabreytingar og fasaskipti.
 • Meðferð gagna í verklegri eðlisfræði, grafískri úrvinnslu og óvissureikningi.
 • Raffræði, rafhleðslu, rafstraumi og orkuferlum í einfaldri rafrás.
 • Bylgjum, ýmsum tegundum og eiginleikum þeirra, sér í lagi ljós- og hljóðbylgjum.
 • Ljósgeislafræði, s.s. ljósbroti og verkun safnlinsu.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • Beita lögmálum eðlisfræðinnar til að leysa ýmiskonar verkefni.
 • Framkvæma mælingar og vinna úr gögnum.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • Heimfæra efni áfangans uppá daglegt líf og umhverfi.
 • Rökstyðja í orðum útreikninga og túlka niðurstöður þeirra.
 • Túlka niðurstöður mælinga s.s. með hjálp grafískrar framsetningar.
 • Vinna með öðrum og skipta verkum.

Námsmat

Misserispróf. Skriflegar æfingar. Yfirferð verkbóka og skýrslna úr verklegum æfingum.

Skammstöfun

EÐLI1AF06 og EÐLI2BR07(N)