Menntaskólinn í Reykjavík

Náttúrufræðibraut

Náttúrufræðibraut

Á tímum örrar þróunar í náttúruvísindum og tækni verður kunnátta í stærðfræði og náttúrufræðigreinum æ mikilvægari. Á náttúrufræðibraut er áhersla lögð á stærðfræði og náttúrufræðigreinar. Stúdentspróf af brautinni er góð undirstaða náms í þeim greinum svo og í læknisfræði, verkfræði, tölvufræði, viðskiptafræði og hagfræði.

Við lok 4. bekkjar velja nemendur á milli fjögurra deilda: eðlisfræðideildar I, eðlisfræðideildar II, náttúrufræðideildar I og náttúrufræðideildar II. Í eðlisfræðideild I og náttúrufræðideild I felst val nemenda að mestu í viðbót við kjarnagreinar en í eðlisfræðideild II og náttúrufræðideild II velja nemendur viðbótargrein.

Verkleg kennsla fer fram í nýtískulegum sérkennslustofum þar sem aðstaða er eins og best verður á kosið.