Menntaskólinn í Reykjavík

Viðskiptafræði

Viðskiptafræði

Lýsing

Farið er yfir verkefni í reikningshaldi og bókfærslu og þau valin með tilliti til uppgjörs í rekstri tiltekinna fyrirtækja á markaði. Ársreikningar sem og samstæðureikningar fyrirtækja greindir. Lögð er áhersla á bætt fjármálalæsi nemenda. Farið yfir framtöl með tilliti til skattalegrar meðferðar. Kynnt forrit við almennan heimilisrekstur 4ra manna fjölskyldu. Hugbúnaður við gerð fjárhagsáætlunar fyrirtækis/stofnunar kynntur. Farið er yfir bókhalds- og upplýsingarkerfi opinberrar stofnunar. Farið í heimsóknir í fyrirtæki/stofnun í þessu skyni. Lýst er frumreglum hægfræðinnar og hvernig hún skiptist í fræðigreinar. Hugtök rekstrarhagfræðinnar kynnt, svo sem frjáls markaður, framboð og eftirspurn, sala vöru og þjónustu, hugtakið teygni útskýrt og sett í samhengi við ástand á markaði á hverjum tíma. Þjóðhagfræðimegin eru skoðuð t.a.m. hugtökin atvinnustig v. atvinnuleysi, yfirlit yfir bankakerfi á Íslandi og heimsins er greint, hagvöxtur útskýrður hérlendis og erlendis. Hugtökin verðtrygging og munur á nafnvöxtum og raunvöxtum útskýrð. Þá er farið ítarlega yfir hugtakið mannauður. Farið í heimsókn í banka.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu hugtökum í rekstrarhagfræði og þjóðhagfræði.
  • helstu hugtökum bókfærslu
  • helstu atriðum ársreikninga

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • geta og þekkja helstu hugtök við rekstur fyrirtækis/stofnunar. Þekkja og greina helstu hugbúnaðarforrit í nútíma rekstri fyrirtækja.
  • geri sér grein fyrir hversu óljós mörkin geta verið á milli rekstrarhagfræði og þjóðhagfræði og annarra vísinda og fræða á félagsvísindasviði.
  • geta staðið sig vel við frekara nám og störf í ofangreindum greinum.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta haft skoðun á málaflokknum og tjáð sig málefnaleg í umræðu um efnið, hvenær sem er.
  • Geta beitt öguðum vinnubrögðum, borið ábyrgð á eigin námi og unnið með öðrum.

Námsmat

Árseinkunn er byggð á frammistöðu nemenda í tímaprófum, þáttöku í umræðum um efnið í tímum og einstaklingsverkefnum. Vorpróf er skriflegt tveggja klukkustunda próf úr námsefni vetrarins.

Skammstöfun

VIFR1BR10