Menntaskólinn í Reykjavík

Félagsfræði

Félagsfræði

Lýsing

Í þessum áfanga er fjallað um þá hópa sem eiga helst undir högg að sækja í vestrænum samfélögum Tengsl heilsu, ofbeldis og félagslegrar stöðu verða sérstaklega skoðuð. Staða afbrotamála og afbrotamanna á Íslandi verða skoðuð ásamt kenningum í afbrotafræði.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • Minnihluta-og jaðarhópum á Íslandi
 • Lagskiptingu á Íslandi
 • Tengslum lagskiptingar, ofbeldis og heilsufars
 • Kenningum í afbrotafræði
 • Mismunandi sjónarhornum félagsfræðinnar; samskipta-, samvirkni- og átakakenningum, femínískum kenningum og póstmódernisma
 • megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • Afla sér upplýsinga um félagslegar staðreyndir og skipulag samfélaga
 • Beita félagsfræðilegu innsæi í umfjöllun um stöðu ólíkra samfélagshópa
 • Fylgjast með og greina umfjöllun fjölmiðla um ólíka samfélagshópa
 • Túlka félagslegar staðreyndir í ljósi ólíkra sjónarhorna
 • Greina og meta rannsóknaraðferðir í ljósi sjónarhorna og viðfangsefna
 • Setja þekkingu sína fram í ræðu og riti

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • Öðlast yfirsýn og skilning á stöðu ólíkra hópa í samfélaginu.
 • Tjá sig skipulega og án fordóma um samfélagsleg úrlausnarefni
 • Skýra virkni, átök og samskipti í samfélaginu með hliðsjón af kenningarlegum sjónarhornum
 • Leggja mat á rannsóknir í félagsvísindum
 • Meta hvaða rannsóknaraðferðir henta bverju rannsóknarefni
 • Skipuleggja eigin vinnu og leggja mat á eigið vinnuframlag

Námsmat

Leiðsagnarmat

Skammstöfun

FÉLA3KR10