Menntaskólinn í Reykjavík

Menningarsaga

Menningarsaga

Lýsing

Þættir úr menningarsögu á ýmsum tímum: Í áfanganum er farið í valin tímabil og svið í menningarsögu Evrópu í ljósi ólíkra menningarþátta, t.d. myndlistar, byggingarsögu, heimspeki og tónlistar. Nemendur skoða myndefni og hlýða á tónlist frá ólíkum skeiðum, ásamt því að tileinka sér fræðilega umfjöllun um efnið. Teknir verða fyrir valdir efnisþættir, t.d. úr grískri klassík, rómverskri menningu, heimi miðalda, kristinni menningu, íslamskri menningu, endurreisninni, barokktímanum og straumum úr list og menningu á 19. og 20. aldar.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • mikilvægum þáttum úr völdum tímabilum og sviðum í menningarsögu.
 • helstu stefnum og straumum menningarsögu á þeim tímabilum sem fjallað er um.
 • hvernig stefnur og straumar úr menningarsögu fyrri tíma geta haft áhrif á nútímamenningu.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • að greina stíla og stíltegundir í myndlist, byggingarlist og tónlist í þeim menningarþáttum sem til umfjöllunar eru á námskeiðinu.
 • myndgreiningu og listrænu læsi á víðum grunni.
 • að greina samhengi menningarsögu frá einu tímabili til annars.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • bera saman ólíkar menningarheildir.
 • átta sig á samspili menningar og samfélags.
 • meta framlag ólíkra menningarsvæða til heimsmenningarinnar.
 • tjá sig og taka þátt í skoðanaskiptum með viðeigandi hugtökum um menningarefni.
 • tta sig á að skoðanir geti byggst á menningarlegu afstæði og temja sér víðsýni sem dragi úr fordómum.

Námsmat

Leiðsagnarmat

Skammstöfun

SAGA3SE05