Menntaskólinn í Reykjavík

Fornfræði

Fornfræði

Lýsing

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á hugmyndaheimi Forn–Grikkja á fimmtu og fjórðu öld f.Kr. Sérstök áhersla er lögð á að kynna nemendur fyrir vísindalegri og heimspekilegri hugsun manna um sjálfa sig, þjóðfélagið og heiminn í kring. Kennt er þrjár stundir á viku. Fyrir jól lesa nemendur brot fyrstu heimspekinganna/vísindamannanna og hluta af verkum Heródótosar og Þúkýdídesar. Eftir jól lesa þeir Síðustu daga Sókratesar (Málsvörn Sókratesar, Kríton og Faídon eftir Platón) og úrval úr ræðum Demosþenesar. Kennari kynnir námsefni og stjórnar umræðum. Nemendur hafa tvær kynningar á efni að eigin vali á vetrinum. Námsmat

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • sögu heimspeki og vísinda frá Þalesi til Platóns
  • öðlist skilning á þeirri siðferðilegu hugsun sem Sókrates stendur fyrir og hvernig hún er frábrugðin ríkjandi gildum
  • geti gert grein fyrir aðferð Sókratesar, hugmyndum Platóns um algildi og samspil þess við lýðræðið.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilji samhengi heimspeki og vísinda í hugmyndasögu forn–Grikkja
  • geti metið af hverju Sókrates var dreginn fyrir rétt og dæmdur til dauða, viðbrögð hans og áhrif á seinni kynslóðir

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • kunni að meta hversu róttækt lýðræðið í Aþenu var og þýðingu þess fyrir afdrif hugmynda
  • geri sér grein fyrir hversu óljós mörkin geta verið í hugmyndasögunni milli heimspeki, sagnfræði, læknisfræði og annarra vísinda og fræða

Námsmat

Námseinkunn byggist á framsögum nemenda, tímaprófum (einu á hvoru misseri) og þátttöku í kennslustundum. Jólaprófseinkunn byggist á tímaprófi, framsögum og þátttöku nemenda í kennslustundum haustmisseris. Vorpróf er skriflegt próf í 120 mínútur.

Skammstöfun

FORF2HH05