Menntaskólinn í Reykjavík

Saga og félagsfræði

Saga

Lýsing

Byggt er að nokkru leyti á sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda, heimildaleit, verkefnavinnu, úrvinnslu og framsetningu efnis. Farið er í valda þætti úr mannkyns- og Íslandssögu 19.-21. aldar. Í mannkynssögu liggja til grundvallar 4 efnisflokkar. Þeir eru: a) Lýðræðisþróun á 19. og fram eftir 20. öld; b) Þjóðríki og þjóðernisstefna; c) Heimsvaldastefna og nýlendustefna: d) Fyrri heimsstyrjöld. Í Íslandssögu liggja til grundvallar 4 efnisflokkar. Þeir eru: a) Sjálfstæðisbaráttan og stjórnmálaþróun; b) Atvinnuþróun á 19.-20. öld; c) Fyrri heimsstyrjaldaárin á Íslandi; d) Sögu lýðréttinda á 19.-20. öld.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • mikilvægum þáttum Íslandssögu 19.-20. aldar, m.a. í sjálfstæðisbaráttu, stjórnmálasögu, atvinnusögu og efnahagssögu.
 • mótun íslensks nútímaþjóðfélags.
 • grunnþáttum íslensks samfélags, bakgrunni þess og uppbyggingu, og grundvallaratriðum íslenskrar stjórnskipunar.
 • almennum mannréttindum í lýðræðisþjóðfélagi.
 • völdum þáttum mannkynssögu 19.-21. aldar.
 • þeim atriðum sem mótað hafa sögu Íslands í innlendu og alþjóðlegu samhengi.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • lesa flóknari sagnfræðilega texta á íslensku og ensku og túlka merkingu þeirra.
 • tengja nútímasamfélag við fortíðina og geti lýst sögulegri þróun og framvindu.
 • meta gildi og áreiðanleika heimilda og nýta fjölbreytni þeirra.
 • tjá sig munnlega og skriflega um flókin söguleg viðfangsefni.
 • að þjálfa, viðhalda og styrkja markmið fyrri námsþrepa.
 • að kynna sögulegt efni fyrir jafningjum af töluverðri dýpt.
 • fjalla um samhengi Íslandssögu og nágrannalanda.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • koma söguþekkingu sinni og söguskilningi á framfæri með þroskuðum hætti.
 • fá dýpri skilning á grundvallarhugtökum í nútímalegu lýðræðisþjóðfélagi.
 • þekkja stjórnmálaleg hugtök og stjórnmálastefnur sem fram komu á 19. og 20. öld.
 • geta tekið þátt í flóknum skoðanaskiptum og rökræðum um sagnfræðileg efni.

Námsmat

Leiðsagnarmat

Skammstöfun

SAGA2MÍ04(H) og SAGA3AA04(V)