Menntaskólinn í Reykjavík

Latína

Latína

Lýsing

Kenndar eru fjórar stundir í viku. Helstu atriði beyginga- og setningafræðinnar eru útskýrð og æfð. Meðalþungir kennslubókartextar í samfelldu máli eru lesnir, þýddir og greindir málfræðilega og ræddir efnislega. Tengsl latneskra orðstofna við nýmálin eru útskýrð og fjallað er um menningu og sögu Rómverja í máli og myndum í tengslum við lestexta. Nemendur vinna hóp- og/eða einstaklingsverkefni og skriflegar æfingar. Eitt stórt orðaforðaverkefni er unnið yfir veturinn (fyrirlestur með gögnum)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunnatriðum setningafræði klassískrar latínu
  • meðalþungum orðaforða klassískrar latínu
  • sögu og hugmyndaheimi Rómverja með áherslu á 1. öld fyrir Krist

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa meðalþunga kennslubókartexta
  • greina meðalþunga texta málfræði- og setningafræðilega
  • þýða á latínu einstakar setningar

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja tengsl latínu og vestrænna tungumála almennt og hagnýta sér þau við annað tungumálanám
  • skilja betur sérkenni rómversks menningarheims, sögu, lista, bókmennta og vægi hans sem undirstöðu vestrænnar menningar

Námsmat

Námseinkunn er byggð á mætingu, ástundun, verkefnum og skriflegum æfingum vetrarins. Jólapróf: Skriflegt próf í 90 mínútur. Vorpróf er stúdentspróf sem er skriflegt þriggja klukkustunda próf.

Skammstöfun

LATÍ2FO08