Menntaskólinn í Reykjavík

Félagsfræði

Félagsfræði

Lýsing

Í þessum byrjunaráfanga er fjallað um grunneiningar samfélagsins og þær skoðaðar frá sjónarhorni félagsfræðinnar. Áhrif félagslegra afla á aðstæður, hugsanir og athafnir einstaklingsins eru skoðuð. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á samfélögum nær og fjær svo að þeir verði færir um að taka virkan þátt í umræðum og mynda sér skoðanir á meðvitaðan og gagnrýninn hátt.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • Hugtökum sem notuð eru til að lýsa menningu og félagsgerð samfélaga
 • Mikilvægustu félagslegu kerfum ólíkra samfélaga og tilgangi þeirra
 • Þróun fjölskyldunnar og ólíkum fjölskyldugerðum
 • Helstu hugtökum stjórnmálafræðinnar s.s. vald, lýðræði og þrískiptingu ríkisvaldsins
 • Helstu átakalínum í stjórnmálum
 • Samstarfi á alþjóðavettvangi og þeim alþjóðastofnunum sem Ísland tengist
 • Skiptingu þjóða heims í ríkar og snauðar
 • Kenningar um efnahagslega misskiptingu í heiminum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • Beita hugtökum félagsfræðinnar á skýran og skilmerkilegan hátt
 • Leita upplýsinga á veraldarvefnum og vinna úr þeim
 • Meta menningarlega og efnahagslega stöðu ólíkra samfélaga
 • Greina stöðu einstakra ríkja í alþjóðlegu samhengi
 • Setja fram þekkingu sína í ræðu og riti

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • Öðlast yfirsýn og skilning á margbreytileika mannlegra samfélaga
 • Tjá sig skipulega og gagnrýnið um samfélagsleg álitamál
 • Geta lagt mat á heimildir og upplýsingar
 • Geta beitt öguðum vinnubrögðum, borið ábyrgð á eigin námi og unnið með öðrum.

Námsmat

Skammstöfun

FÉLA2AA09