Menntaskólinn í Reykjavík

Þýskuþraut

Þýskuþraut 2013

Nú liggja fyrir niðurstöður þýskuþrautar sem fór fram 27. febrúar. Frammistaða nemenda skólans var glæsileg. Þeir hrepptu 13 af efstu 20 sætunum. Innilega til hamingju!  

 Stuttmynd nemenda Menntaskólans í Reykjavík fékk fyrstu verðlaun

Þann 14. apríl fór fram verðlaunaafhending í Stuttmyndasamkeppni framhaldsskólanna í þýsku á málstofu í Iðnó sem haldin var af Þýska Sendiráðinu, Félagi þýzkukennara og Þýskudeild HÍ undir heitinu “Hvað getur þýska gert fyrir þig?”. Þetta er í fyrsta skipti sem efnt er til slíkrar keppni innan þýskunnar á landsvísu og voru samtals 17 stuttmyndir sendar inn til þátttöku í keppninni. Stuttmynd nemenda MR úr 5. bekk sem ber heitið “Klopf, klopf” vakti mikla athygli á málstofunni og fékk fyrstu verðlaun á málstofunni. Við óskum vinningshöfunum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

  • Arnar Guðjón Skúlason 5.S
  • Ása Dóra Gylfadóttir 5.R
  • Hrafnkell Óskarsson 5.S
  • Sigríður Lilja Magnúsdóttir 5.S
  • Paul Joseph Frigge 5.X
  • Jón Halldór Hjartarson 5.S

 

Stuttmyndin Klopf, klopf!

Hér má sjá myndir frá málstofunni í Iðnó en þar fór einnig fram verðlaunaafhending Þýskuþrautarinnar, sjá nánar.

picasa_albumid=5661653846307077825