Síðastliðinn föstudag vann ræðulið MR Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi (MORFÍs) í tíunda sinn. MR mætti liði Flensborgarskólans í Hafnarfirði í úrslitum. Umræðuefni úrslitakeppninnar var samfélagsmiðlar, Flensborg mælti með og MR á móti. Ræðumaður Íslands var Ingunn Marta Þorsteinsdóttir úr MR með þriðja hæsta stigafjölda staks ræðumanns í úrslitum í sögu MORFÍs. Lið MR skipuðu Ingunn Marta Þorsteinsdóttir, Halldór Kári Þórhallsson, Nina Rajani Tryggvadóttir, Kristján Dagur Jónsson og Diljá Kjerúlf.

Skólinn færir þeim bæði þakkir og hamingjuóskir, og sömuleiðis er liði Flensborgarskólans þakkað fyrir spennandi og drengilega keppni.