Menntaskólinn í Reykjavík

Grunnskólakeppnin

Grunnskólakeppni í stærðfræði

Verðlaunaafhending í keppni grunnskólanemenda í stærðfræði fór fram á Hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 3. apríl. Hún var afar vel sótt en um 120 gestir mættu. Kór Menntaskólans í Reykjavík sá um tónlistarflutning.

DSC00745

Rektor bauð gesti velkomna og sagði lítið eitt frá sögu skólans og skólastarfinu. Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur er nú haldin í fimmtánda skipti í Menntaskólanum í Reykjavík og að þessu sinni tóku þátt nemendur úr Austurbæjarskóla, Árbæjarskóla, Breiðholtsskóla, Foldaskóla, Grunnskólanum austan Vatna, Hagaskóla, Háaleitisskóla, Háteigsskóla, Hlíðaskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Landakotsskóla, Norðlingaskóla, Réttarholtsskóla, Tjarnarskóla, Valhúsaskóla, Varmárskóla, Vesturbæjarskóla og Vogaskóla. Stærðfræðikeppnin var haldin þriðjudaginn 8. mars í þremur stigum, keppni fyrir 8. bekk, 9. bekk og 10. bekk og tóku 344 þátt í keppninni. Með þátttöku í stærðfræðikeppninni í ár var slegið tvöfalt met því aldrei áður hafa jafnmargir nemendur tekið þátt í keppninni og aldrei áður hafa þeir komið frá jafnmörgum skólum en þetta árið komu þeir frá 19 skólum.

Nemendur í 10 efstu sætunum á hverju stigi fengu viðurkenningarskjal frá skólanum og reiknivél af gerðinni Casio frá Heimilistækjum og þrír efstu á hverju stigi fengu peningaverðlaun frá Arionbanka. Þeir sem fengu einnig viðurkenningu í fyrra fengu að þessu sinni bókina Bókstafareikning handa 3. bekk sem Gylfi Guðnason, Bjarni Gunnarsson og Sigríður Hlíðar stærðfræðikennarar hafa tekið saman. Í hópnum voru þrír verðlaunahafar sem höfðu áður fengið reiknivél og algebrubókina en fengu í verðlaun að þessu sinni næstu stærðfræðibók í ritröð skólans sem fjallar m.a. um flatarmyndir. Rektor þakkaði félögum í Kór Menntaskólans í Reykjavík fyrir tónlistarflutninginn og aðstoð við verðlaunaafhendingu, Margréti Hvannberg fyrir skipulagningu athafnarinnar, 6. bekkingum fyrir aðstoð við prófgæslu í keppninni, stærðfræðikennurum fyrir umsjón með keppninni, Arionbanka og Heimilsitækjum fyrir að styrkja keppnina. Einnig þakkaði hann fyrir gott samstarf með skólastjórum og stærðfræðikennurum grunnskólanna sem tóku þátt og síðast en ekki síst grunnskólanemendum fyrir þátttökuna.

DSC00750

Verðlaunahafar í 8. bekk eru:

1. Selma Rebekka Kattoll, Hagaskóla
2. Sigurður Patrik Fjalarsson, Hagaskóla
3. Stefán Benediktsson, Réttarholtsskóla
4. Bjarki Daníel Þórarinsson, Valhúsaskóla
5. Ómar Ingi Halldórson, Valhúsaskóla
6. Jón Hákon Garðarsson, Árbæjarskóla
(7.-8.) Hekla Martinsdóttir Kollmar, Kársnesskóla
(7.-8.) Kári Ingvi Pálsson, Landakotsskóla
9. Bragi Þorvaldsson, Kársnesskóla
10. Hákon Jan Norðfjörð, Háteigsskóla.

DSC00753

Verðlaunahafar í 9. bekk eru:

1. Arnar Ágúst Kristjánsson, Kársnesskóla
2. Benedikt Guðmundsson, Réttarholtsskóla
(3.-4.) Nanna Kristjánsdóttir, Hagaskóla
(3.-4.) Sigfinnur Jerzy Guðlaugsson, Réttarholtsskóla
5. Bergljót Sóllilja Hjartardóttir, Valhúsaskóla
6. Halldór Alexander Haraldsson, Hagaskóla
7. Örn Steinar Sigurbjörnsson, Réttarholtsskóla
8. Andreas Guðmundsson Gaehwiller, Hagaskóla
9. Mikael Sævar S. Eggertsson, Hlíðaskóla
(10.-11.) Geir Ragnarsson, Réttarholtsskóla
(10.-11.) Lilja Bjarnadóttir, Réttarholtsskóla.

DSC00755

Verðlaunahafar í 10. bekk eru:

1. Finnur Jónsson, Austurbæjarskóla
2. Emil Fjóluson Thoroddsen, Háteigsskóla
3. Margrét Snorradóttir, Hagaskóla
4. Tómas Ingi Hrólfsson, Hlíðaskóla
5. Benedikt Jens Arnarsson, Hagaskóla
6. Heiðar S. Ásgeirsson, Foldaskóla
7. Freyr Hlynsson, Landakotsskóla
8. Hávar Þorbjörnsson, Hagaskóla
9. Klara Sif Sveinsdóttir, Kársnesskóla
(10.-11.) Eyja Camille P. Bonthonneau, Austubæjarskóla
(10.-11.) Hubert Piotr Czurylo, Landakotsskóla.