Menntaskólinn í Reykjavík

Grunnskólakeppnin

Verðlaunaafhending í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda

Verðlaunaafhending í keppni grunnskólanemenda í stærðfræði fór fram á Hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 30. mars. Hún var afar vel sótt en um 130 gestir mættu. Kór Menntaskólans í Reykjavík sá um tónlistarflutning.

alt

Rektor bauð gesti velkomna og sagði lítið eitt frá sögu skólans og skólastarfinu. Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur er nú haldin í þrettánda skipti í Menntaskólanum í Reykjavík og að þessu sinni tóku þátt nemendur úr Austurbæjarskóla, Árbæjarskóla, Áslandsskóla, Breiðholtsskóla, Brekkubæjarskóla, Foldaskóla, Hagaskóla, Háaleitisskóla, Háteigsskóla, Kársnesskóla, Landakotsskóla, Réttarholtsskóla, Tjarnarskóla, Valhúsaskóla, Varmárskóla, Víðistaðaskóla og Vogaskóla. Stærðfræðikeppnin var haldin þriðjudaginn 4. mars í þremur stigum, keppni fyrir 8. bekk, 9. bekk og 10. bekk og tóku 302 þátt í keppninni. Tvöfalt met var slegið að þessu sinni  því að aldrei áður hafa jafnmargir nemendur tekið þátt í keppninni og aldrei áður hafa þeir komið frá jafnmörgum skólum en þetta árið komu þeir frá 17 skólum.  Nemendur í 10 efstu sætunum á hverju stigi fengu viðurkenningarskjal frá skólanum og reiknivél af gerðinni Casio frá Heimilistækjum og þrír efstu á hverju stigi fengu peningaverðlaun frá Arionbanka.  Rektor þakkaði félögum í Kór Menntaskólans í Reykjavík fyrir tónlistarflutninginn og aðstoð við verlaunaafhendingu, Margréti Hvannberg fyrir skipulagningu athafnarinnar, 6. bekkingum fyrir aðstoð við prófgæslu í keppninni, stærðfræðikennurum fyrir umsjón með keppninni, Arionbanka og Heimilsitækjum fyrir að styrkja keppnina.  Einnig þakkaði hann fyrir gott samstarf með skólastjórum og stærðfræðikennurum grunnskólanna sem tóku þátt og ekki síðast en ekki síst grunnskólanemendum fyrir þátttökuna.

alt

 

Verðlaunahafar í 8. bekk eru:

 1. Emil Fjóluson Thoroddsen, Háteigsskóla
 2. Baldvin Fannar Guðjónsson, Landakotsskóla
 3. Finnur Jónsson, Austurbæjarskóla
 4. Máni Snær Þorláksson, Vogaskóla
 5. Hávar Þorbjörnsson, Hagaskóla
 6. Eyja Bonthonneau, Austurbæjarskóla
 7. Heiðar Snær Ásgeirsson, Foldaskóla
 8. Jón Helgi Sigurðsson, Hagaskóla
 9. Una Torfadóttir, Hagaskóla
 10. Kári Rögnvaldsson, Valhúsaskóla

alt

 

Verðlaunahafar í 9. bekk eru:

 1. Eldar Máni Gíslason, Breiðholtsskóla
 2. Jóel Fjalarsson, Varmárskóla
 3. Hrólfur Eyjólfsson, Austurbæjarskóla
 4. Bjarni Dagur Thor Kárason, Valhúsaskóla
 5. Þorsteinn Freygarðsson, Árbæjarskóla
 6. Sindri Már Hilmarsson, Kársnesskóla
 7. (7.- 8.) Jón Oddur Ólafsson, Austurbæjarskóla
 8. (7.- 8.) Þorbjörg Anna Gísladóttir, Austurbæjarskóla
 9. Halla Margrét Jónsdóttir, Brekkubæjarskóla
 10. Davíð Sindri Pétursson, Varmárskóla

Verðlaunahafar í 10. bekk eru:

 1. Starri Snær Valdimarsson, Breiðholtsskóla
 2. Ísidór Jökull Bjarnason, Hagaskóla
 3. Urður Gunnsteinsdóttir, Vogaskóla
 4. Ýmir Gíslason, Hagaskóla
 5. (5.- 6.) Andri Sveinn Ingólfsson, Kársnesskóla
 6. (5.- 6.) Jón Arnar Einarsson, Foldaskóla
 7. (7.- 8.) Elvar Wang Atlason, Árbæjarskóla
 8. (7.- 8.) Sveinn Þórarinsson, Valhúsaskóla
 9. (9.- 11.) Hallgrímur Kjartansson, Háteigsskóla
 10. (9.- 11.)Jökull Sigurðarson, Austurbæjarskóla
 11. (9.- 11.)Katrín Kjartansdóttir, Árbæjarskóla