Menntaskólinn í Reykjavík

Grunnskólakeppnin

Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur 2014

Þriðjudaginn 4. mars kl. 15:30-17 er nemendum úr 8., 9. og 10. bekk boðið að taka þátt í grunnskólakeppni í Menntaskólanum í Reykjavík.

Tilgangur með þessari keppni er að auka samstarf við hverfisskólana og aðra grunnskóla og efla áhuga nemenda á stærðfræði en þessi keppni hefur fengið afar jákvæðar undirtektir og hefur hún skipað sér fastan sess í skólastarfinu. Nemendur eru beðnir um að skrá sig í keppnina í sínum grunnskóla en nánari upplýsingar gefa fagstjórar í stærðfræði, Sigríður Hlíðar, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., og Einar Guðfinnsson, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.